GT Verktakar ehf

2022

Gísli Sveinbjörnsson og Trausti Finnbogason hafa starfað lengi í verkakageiranum en þegar þeir fóru að bjóða saman í verk þá vatt það hratt upp á sig, þannig að árið 2001 stofnuðu þeir fyrirtækið GT verktaka. Þeir eru til húsa í Hafnarfirði, í glæsilegu húsnæði sem hýsir alla starfsemina, hvort sem það eru skrifstofur eða verkstæði.

Starfsemin
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í hvers kyns uppgreftri, flutningum, flokkun sorps og vetrarþjónustu. Með stóran bíla- og tækjaflota hefur GT ekki aðeins margar gerðir tækja og búnaðar til að takast á við nánast hvaða verkefni sem er ásamt vinnuafli til að standast metnaðarfyllstu áætlanir. Reynsla þeirra af því að vinna við allar gerðir jarðvegs, við hinar ýmsu aðstæður, hefur leitt til þess að þeir hafa komið að nokkrum stærstu uppgraftarverkefnum sem hafa verið unnin á Íslandi.

Verkefnin
GT hefur tekið að sér ýmis verkefni bæði sem verktakar og undirverktakar. Góð samskipti hafa verið milli GT og stærstu byggingarverktaka landsins eins og ÍSTAK, ÍAV o.fl. GT hefur einnig góða reynslu af gámaflutningum og er með starfsmenn sem hafa áratuga reynslu. GT var undirverktaki Impregilo við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. GT sinnti ýmsum verkefnum fyrir Impregilo svo sem uppgreftri, malarflutningum, tækjaflutningum og akstri rúra- og sjúkrabíla. Hjá Gt voru yfir 50 manns að störfum við Kárahnjúka.

Markmið og framtíðarsýn
GT hefur útsjónarsemi og þekkingu að leiðarljósi og kynnir sér vel nýjustu tækni og aðferðir frá verkfræðilegu sjónarhorni. Þeir eru meðvitaðir um það að þekking skilar bestu færninni. Stjórnendur GT leita eftir hæfasta fólkinu til að hanna, stjórna og framkvæma þau verkefni sem þeir taka að sér. Velgengni og staða öryggismála fyrirtæksins segir allt um gæði þessarar þátta – á meðan háþróuð verkefni sem GT lýkur sýna fram á einstaka hæfileika. Verkefnastaðan hjá þeim er góð og eru þeir bjartsýnir á framhaldið.

Stjórn

Stjórnendur

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd