Hagblikk ehf

2022

Þeir feðgar Kristján Pétur Ingimundarson og Sævar Kristjánsson blikksmíðameistarar opnuðu Hagblikk ehf. 1996 í núverandi mynd. Þeir ráku fyrirtækið saman þar til Kristján Pétur lést 2003 og hefur Sævar rekið það síðan ásamt eiginkonu sinni Sigurbjörgu Vilmundardóttur sem starfar einnig við fyrirtækið. Hagblikk er fjölskyldufyrirtæki sem leggur sig fram um að veita sem besta þjónustu og felast styrkleikar þess í mannauði og tryggum viðskiptavinum.

Starfsemin
Hagblikk er heildsala og er ekki með útselda vinnu. Hagblikk sérhæfir sig í smíði á spíralrörum, innflutningi og sölu á fittingstengdum loftræstikerfum sem og blásurum, brunalokum og fleiru. Hagblikk hefur frá upphafi flutt inn álþakrennur og niðurföll frá norska framleið-andanum Grovik Verk. Helstu viðskiptavinir eru blikksmiðjur, húsbyggjendur og aðrir sem eru að sinna viðhaldi.

Aðsetur og starfsfólk
Hagblikk er í eigin húsnæði á Smiðjuvegi 4c í Kópavogi í 770 fm. Fyrstu fjögur árin voru þeir feðgar einu starfsmenn fyrirtækisins. Árið 2000 bættu þeir við þriðja manninum og nú eru stöðgildin 6 auk þess sem það koma inn sumarstarfsmenn.

Aðild
Hagblikk er aðili að Samtökum iðnaðarins og er einnig í hópi framúrskarandi fyrirtækja.

COVID-19
Gripið var til aðgerða vegna COVID-19. Aðgangur viðskiptavina um húsnæðið var takmarkaður og sóttvarnir voru hertar verulega. Farið var eftir þeim reglum sem áttu við hverju sinni, auk þess sem starfsfólk var með grímur við afgreiðslu.

Samfélagsmál
Hagblikk hefur frá upphafi verið með ýmislegan stuðning við samfélagið og hefur t.d. frá upphafi verið styrktaraðili Styrktarfélags krabbameinsveikra barna.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd