Háskóli Íslands

2024

Háskóli Íslands hefur verið undirstaða atvinnulífs og framfara í meira en 110 ár. Hann er stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum. Námið við skólann stenst alþjóðlegar gæðakröfur og opnar þannig dyr að framhaldsnámi og störfum víða um heim.

Einn stærsti vinnustaður landsins með mikla starfsánægju
Háskólinn er einn stærsti vinnustaður landsins og mælist starfsánægja mikil innan hans. Markmið HÍ er og hefur verið að byggja upp góðan vinnustað fyrir öll sem þar starfa. Byggðir eru upp traustir innviðir sem styðja við alla starfsemi skólans og gera nemendum og starfsfólki kleift að blómstra. Við HÍ starfa rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn sem margir hafa náin tengsl við íslenskt samfélag og atvinnulíf.

Sagan
Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Fyrstu 29 árin var hann til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Við stofnun Háskóla Íslands voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans auk þess sem heimspekideild var bætt við. Háskólaárið 1911-1912 voru nemendur einungis 45 og þar af ein kona. Í dag eru konur tæplega 2/3 hluti þeirra sem stunda nám við Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands er í dag alþjóðlegur rannsóknarháskóli sem þjónar í senn íslensku samfélagi og á í samstarfi við yfir 400 háskóla úti um allan heim. Erlendir nemendur við skólann eru um 2.000.

Húsakostur
Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í Aðalbyggingu við Suðurgötu. Húsakostur skólans hefur vaxið mikið síðan og er nýjasta byggingin Edda sem stendur vestan Suðurgötu, en hún var opnuð 20. apríl 2023.

Skipulag, skipurit og stjórnkerfi
Hinn 1. júlí 2008 tók gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands og á sama tíma sameinaðist skólinn Kennaraháskóla Íslands á aldarafmæli hins síðarnefnda. Háskóli Íslands skiptist í fimm fræðasvið sem hvert um sig skiptist í nokkrar deildir. Alls eru deildir skólans 26. Auk þess er við skólann starfræktur fjöldi rannsókna- og þjónustustofnana ásamt 11 rannsóknasetrum um allt land.

Fræðasvið

Félagsvísindasvið – innan þess eru sex deildir:

– Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
– Félagsráðgjafardeild
– Hagfræðideild
– Lagadeild
– Stjórnmálafræðideild
– Viðskiptafræðideild

Heilbrigðisvísindasvið – innan þess eru sex deildir:

– Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
– Lyfjafræðideild
– Læknadeild
– Matvæla- og næringarfræðideild
– Sálfræðideild
– Tannlæknadeild

Hugvísindasvið – innan þess eru fjórar deildir:

– Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
– Íslensku- og menningardeild
– Mála- og menningardeild
– Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði

Menntavísindasvið – innan þess eru fjórar deildir:

– Deild faggreinakennslu
– Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
– Deild kennslu- og menntunarfræði
– Deild menntunar og margbreytileika

Verkfræði- og náttúruvísindsvið – innan þess eru sex deildir:

– Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
– Jarðvísindadeild
– Líf- og umhverfisvísindadeild
– Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
– Raunvísindadeild
– Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

2022

Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega 16 þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn. Meginhlutverk Háskóla Íslands er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun.

Sagan
Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Fyrstu 29 árin var hann til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Við stofnun Háskóla Íslands voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans, auk þess sem heimspekideild var bætt við. Háskólaárið 1911-1912 voru nemendur einungis 45 og þar af ein kona, en í dag eru konur tæplega 2/3 hluti þeirra nemenda sem stunda nám við Háskóla Íslands.

Húsakostur
Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í Aðalbyggingu við Suðurgötu. Húsakostur skólans hefur vaxið mikið síðan og er nýjasta byggingin Háskólatorg sem stendur sunnan við Aðalbyggingu, en það var vígt 1. desember 2007. Í dag nær húsakostur Háskóla Íslands hátt í 100.000 fm í 32 byggingum.

Skipulag, skipurit og stjórnkerfi

Hinn 1. júlí 2008 tók gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands og á sama tíma sameinaðist skólinn Kennaraháskóla Íslands á aldarafmæli hins síðarnefnda. Hinn nýi Háskóli Íslands skiptist í fimm fræðasvið sem hvert um sig skiptist í nokkrar deildir. Auk þess er við skólann starfræktur fjöldi rannsókna- og þjónustustofnana, auk rannsóknasetra um allt land.

 

 

 

Fræðasvið

Félagsvísindasvið
Innan Félagsvísindasviðs eru sex deildir:
– Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
– Félagsráðgjafardeild
– Hagfræðideild
– Lagadeild
– Stjórnmálafræðideild
– Viðskiptafræðideild

Heilbrigðisvísindasvið
Innan Heilbrigðisvísindasviðs eru sex deildir:
– Hjúkrunarfræðideild
– Lyfjafræðideild
– Læknadeild
– Matvæla- og næringarfræðideild
– Sálfræðideild
– Tannlæknadeild

Hugvísindasvið
Innan Hugvísindasviðs eru fjórar deildir:
– Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
– Íslensku- og menningardeild
– Mála- og menningardeild
– Sagnfræði- og heimspekideild

Menntavísindasvið
Innan Menntavísindasviðs eru fjórar deildir:
– Deild faggreinakennslu
– Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
– Deild kennslu- og menntunarfræði
– Deild menntunar og margbreytileika

Verkfræði- og náttúruvísindsvið
Innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru sex deildir:
– Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
– Jarðvísindadeild
– Líf- og umhverfisvísindadeild
– Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
– Raunvísindadeild
– Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Stjórnskipulag Háskóla Íslands í heild
Háskólaráð
Stefnumarkandi hlutverk, vald til að taka endanlegar ákvarðanir í málum skólans.
Háskólaþing
Samráðsvettvangur. Umræða um málefni háskólans, þá sérstaklega þróun, eflingu og mótun vísinda- og menntastefnu.
Fastanefndir háskólaráðs
Ráðgefandi fyrir rektor og háskólaráð, hver á sínu sviði, ásamt því að vinna að undirbúningi stefnumarkandi mála og framgangi þeirra (t.d. gæðamála) og úthlutun styrkja.

Stjórnskipulag fræðasviða
Sviðsstjórn
Samráðsvettvangur um sameiginleg mál innan viðkomandi fræðasviðs, ráðgefandi en tekur þó ákvarðanir í vissum málum.
Fastanefndir fræðasviðs
Fjalla um stefnumótandi mál í tilteknum málaflokkum viðkomandi sviðs og fylgjast með framkvæmd innan þeirra. Álitsgjafar fyrir forseta sviðs.
Sviðsþing
Samráðsvettvangur þar sem fram fer umræða um málefni sviðs, getur ályktað um sameiginleg mál.

Stjórnskipulag deilda
Deildarfundur
Vettvangur fyrir umræðu og ákvörðunartöku um sameiginleg mál, sérstaklega þau sem deildarforseti leggur fram.
Deildarráð
Vettvangur fyrir umræðu um málefni deildar, sérstaklega málefni námsbrauta þar sem þær eru starfandi. Ákvörðunarvald í málum sem deildarfundur hefur falið ráðinu.
Fastanefndir deilda
Starfa m.a. við endurskoðun kennsluskrár, undirbúning að inntöku nemenda, afgreiðslu nemendaerinda o.fl.

Miðlæg stjórnsýsla
Alþjóðasvið
Annast formleg samskipti við erlendar menntastofnanir og veitir nemendum, kennurum og deildum ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf.
Fjármálasvið
Aðstoðar starfseiningar Háskóla Íslands við allt er viðkemur fjármálum fræðasviða og stofnana á vegum hans. Það samanstendur af launadeild, reikningshaldi og sjálfstæðum verkefnastjórum.
Framkvæmda- og tæknisvið
Hefur yfirumsjón með málefnum er lúta að skipulagi lóða Háskóla Íslands ásamt byggingum og rekstri á þeim.
Kennslusvið
Fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, náms- og starfsráðgjöf, kennslumál og próf.
Markaðs- og samskiptasvið
Hefur heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi Háskóla Íslands og samhæfir slíkt starf innan allra eininga skólans.
Mannauðssvið
Vinnur að því að vönduðum vinnubrögðum sé fylgt í starfsmannamálum við Háskóla Íslands og tryggir að lögum og reglum sé framfylgt í meðferð starfsmannamála.
Upplýsingatæknisvið
Sér um rekstur tölvukerfa Háskólans og sinnir tölvu- og tækniþjónustu fyrir nemendur og starfsmenn.
Vísinda- og nýsköpunarsvið
Meginmarkmið Vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.

Rektor
Rektor er forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu skólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer henn með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.
Jón Atli Benediktsson var kjörinn rektor Háskóla Íslands árið 2015. Jón Atli er prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við skólann.

Stjórnendur

Jón Atli Benediktsson
rektor
Ingibjörg Gunnarsdóttir
aðstoðarrektor vísinda
Steinunn Gestsdóttir
aðstoðarrektor kennslu og þróunar
Guðmundur R. Jónsson
framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu
Stefán Hrafn Jónsson
forseti Félagsvísindasviðs
Unnur Þorsteinsdóttir
forseti Heilbrigðisvísindasviðs
Ólöf Garðarsdóttir
forseti Hugvísindasviðs
Kolbrún Þ. Pálsdóttir
forseti Menntavísindasviðs
Sigurður M. Garðarsson
forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd