Hegas ehf.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    HEGAS var stofnað árið 1988 af Axel Eyjólfssyni og fjölskyldu en Axel kaupir síðan aðra hluthafa út árið 2005.

    Starfsemin
    HEGAS er heildsölufyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu og innflutningi á hráefnisvörum fyrir tréiðnaðinn. Með árunum hefur vöruúrval verið aukið til muna og segja má að í dag bjóði það uppá allt frá litlum skrúfum uppí tölvustýrðar vélasamstæður.

    Aðsetur
    Fyrst um sinn fór starfsemin fram í 180 fm leiguhúsnæði að Smiðjuvegi 16, í Kópavogi, en flutti 1993 í rúmlega 425 fm eigið húsnæði að Smiðjuvegi 8. Þann fyrsta maí 2000 flutti svo starfsemin í núverandi húsnæði að Smiðjuvegi 1. Upphaflega átti HEGAS hluta af húsnæðinu, en það er nú alfarið í eigu HEGAS u.þ.b. 3000 fm þar sem öll starfsemi fyrirtækisins fer fram.

    Mannauður
    Í dag vinna 15 starfsmenn hjá HEGAS og hafa flestir margra ára reynslu og þekkingu á vörum fyrirtækisins, auk þess sækja reglulega námskeið hjá birgjum til að hafa sem besta þekkingu á vörum og vöruþróun.

    Framúrskarandi fyrirtæki
    Þrátt fyrir þær sviftingar sem verið hafa í þjóðfélaginu þau rúm 30 ár sem fyrirtækið hefur starfað, hefur HEGAS verið í hóp þeirra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi þeirra skráningar. HEGAS er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði með áherslu á framúrskarandi þjónustu við íslensk fyrirtæki í tréiðnaði, þar sem fagmennska á öllum sviðum rekstrar og þjónustu er höfð að leiðarljósi.

Stjórn

Stjórnendur

Hegas ehf.

Smiðjuvegi 1
200 Kópavogi
58067022

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina