Í desember 2025 tók HeiðGuðByggir ehf. þátt í veglegri gjöf til byggingadeildar Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA). Samtals afhentu ellefu fyrirtæki yfir 100 rafmagns- og handverkfæri, að andvirði um 5 milljónir króna, sem munu nýtast í verklegri kennslu og auka öryggi nemenda í byggingargreinum.