Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða

2022

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur það að markmiði að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í ómenguðu umhverfi og matvælum. Þetta er gert með reglubundnu eftirliti í fyrirtækjum og unniðí í samvinnu við stjórnvöld og íbúa. Heilbrigðiseftirlit þjónar þannig almenningi og umhverfi. Stjórnsýslulega er heilbrigðiseftirlit á vegum sveitarfélaga en Vestfjarðasvæði nær yfir Vestfjarðakjálkann, skorinn frá um botn Gilsfjarðar og þvert yfir í Bitruna á Ströndum. Starfssvæði heilbrigðis-eftirlits Vestfjarða nær yfir Ísarfjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavíkurhrepp, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. Við eftirlitið starfa tveir heilbrigðisfulltrúar í tveimur stöðugildum, og starfsstöðskrifstofa eftirlitsins er staðsett að Aðalstræti 12 í Bolungarvík. Heimasíða heilbrigðiseftirlits Vestfjarða er www.hevf.is

Starfsemin
Aðaláhersla í störfum eftirlitsins er lögð á fyrirbyggjandi starf, eftirlitsferðir, fræðslu og er haft samráð við aðra eftirlitsaðila og fyrirtæki. Í megindráttum skiptist eftirlitið í þrjá flokka, þ.e. almennt heilbrigðiseftirlit, mengunareftirlit og matvælaeftirlit. Megnið af starfseminni felst í reglubundnu eftirliti þar sem fyrirtæki eru heimsótt og gerðar eru athugasemdir við það sem ekki er í lagi. Athugasemdum eða kröfum um úrbætur er síðan komið á framfæri við viðkomandi aðila. Ef ítrekuðum kröfum er ekki sinnt á viðunandi hátt er málið lagt fyrir heilbrigðisnefnd til meðferðar og heilbrigðisfulltrúi sér síðan um að úrskurði nefndarinnar sé framfylgt. Sýni af matvælum og vatni eru tekin til að kanna ástand þeirrar vöru sem er á boðstólum. Við ræktun er vanalega verið að rækta fram vísibakteríur, þ.e. kólí og saurkólí, en tilvist þeirra gefur til kynna að um óþrifnað eða mengun af sauruppruna sé að ræða. Ef þessar bakteríur finnast er talið að líkur séu á að aðrar og hættulegri sjúkdómsvaldandi bakteríur geti verið til staðar. Handklæði á opinberum stöðum, er hættuleg smitleið því er alltaf gerð athugasemd ef slíkt sést. Bent er á að hægt er að nota handklúta sem þvo má eftir hverja notkun ef fólki er illa við bréfþurrkur af einhverjum ástæðum.
Númerslausir bílar, bílhræ og járnadót er það sem helst er lýti á umhverfi sveitarfélaga. Ef þetta er látið óátalið, þá safnast þeir upp. Tæki og hluti sem ekki eru í almennri eða stöðugri notkun skal geyma þannig að nágrannar og vegfarendur hafi ekki ama af. Bifreiðar og önnur skráningarskyld ökutæki skulu geymd á þar til gerðum stæðum.Á því svæði á Ísafirði, þar sem olíubirgðastöðvar stóðu, á vegum Olíudreifingar, voru grafnar tilraunaholur til að kanna hvernig niðurbrot olíumengunar
í jarðvegi gengur. Töluverð lykt og
mengun finnst enn.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd