Heimkaup

2022

Heimkaup er framsækin íslensk netverslun og jafnframt sú stærsta sem starfar hérlendis. Heimkaup var stofnað 2010 með það fyrir augum að auðvelda viðskiptavinum innkaup á ýmis konar sérvöru en smám saman hefur vöruúrvalið orðið meira og fjölbreyttara; en viðskiptavinir dagsins í dag hafa möguleika á að versla í öllum vöruflokkum sem þekktir eru í nútímaverslun. Með öðrum orðum þá er hægt að fá svo að segja allt milli himins og jarðar hjá Heimkaup.
Netverslun á Íslandi hefur aukist mjög á undanförnum árum og miðaðist að miklu leyti við verslanir og þjónustuaðila erlendis, en Heimkaup hefur komið sterkt inn á markaðinn með sína verslun og þjónustu við viðskiptavini sem hafa brugðist vel við og hafa á skömmum tíma náð að tileinka sér nýja verlslunahætti. Verslunin tók t.a.m. stóran kipp í COVID-bylgjunni en nú er fólk farið að fara aftur út í búð. Þrátt fyrir það er rífandi gangur hjá Heimkaup enda er einkar hagkvæmt og þægilegt að geta setið fyrir framan tölvuna og gefið sér tíma til að skoða vöruúrvalið og gera verðsamanburð. Með einum smelli á takka er hægt að ganga frá innkaupum, stórum sem smáum og sækja vörurnar á einn og sama staðinn eða fá þær sendar upp að dyrum. Heimkaup er t.a.m. eina verslunin býður upp á kaup á áfengi alla daga vikunnar svo það getur verið einkar hentugt ef að þyrfti að skipuleggja matarboð með skömmum fyrirvara; þá er hægt að fá allt sem þarf til þess og velja af kostgæfni það sem á að vera boðstólum.
Heimkaup hefur á þessum tólf ára vaxtatíma farið í gegnum ýmsar breytingar og heimasíðan er í stöðugri þróun. Kostirnir við netverslun eru gagnsæi, auðvelt að gera samanburð og allar verðbreytingar eru auðveldar í framkvæmd. Hægt er að ganga í vildarklúbb eða vera í áskrift hjá Heimkaup sem býður þeim sem þess óska upp á afslætti og alls kyns tilboð. Allt miðar að því að gera innkaupin einföld; ekkert ráp á milli verslana sem er sömuleiðis umhverfisvænt og bjóða hagstæðasta verð hverju sinni.
Heimsendingarþjónustan hefur mælst sérstaklega vel fyrir og kemur sér afar vel fyrir þá sem eiga t.d. erfitt um vik að ferðast heiman að frá sér. Það er einnig hægt að sækja vörurnar á staðinn í vöruhúsið á Smáratorgi þar sem Heimkaup hefur aðsetur. Þá er búið að pakka öllu saman og ekkert annað eftir en að bera pokana út í bíl.
Það er ekki hægt að segja að það sé bara einhver einsleitur hópur sem nýtur þjónustunnar hjá Heimkaupum. Viðskiptavinirnir endurspegla allt samfélagið í raun að sögn Pálma Jónssonar framkvæmdastjóra sem tók við starfinu í byrjun þessa árs (2022). En hann hefur staðið í rekstri á fyrirtækjum tengdum smárvörumarkaðnum og vefsölu til fleiri ára. Auk þess að hafa staðið í rekstri á fyrirtækjum tengdum smárvörumarkaðnum til fleiri ára. Ávinningurinn af netverslun felst að miklu leyti í því að spara tíma. Á meðan hægt er að ýta á einn takka og gera samskonar innkaup og áður sparast sá tími sem annars hefði farið í búðarferðina og ekki nóg með það, heldur væru innkaupapokarnir komnir upp að dyrum. Tími er peningar þegar kemur að þessum þætti hins daglega lífs og allir þurfa að borða. En þess utan er allt annað í boði líka. Raftæki, snyrtivörur, vín og bjór, búsáhöld, fatnaður og svo mætti lengir áfram telja. Bara svona rétt eins og gamla góða kaupfélagið nema bara á netinu og næstum alltaf opið. Þeir sem búa t.d. á höfuðborgarsvæðinu geta pantað með klukkutíma fyrirvara. Heimkaup er opið frá 08.00 til 22.00 alla daga.
Heimkaup er bæði í smásölu, heildsölu og innflutningi á vörum. Þótt einstaklingar séu stór hluti af viðskiptavinum þá er algengt að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir nýti sér þjónustuna hjá Heimkaup.

Mannauður og framtíðarsýn
Heimkaup er í miklum vexti og framtíðin er björt. Þar starfa rúmlega 50 manns við hin ýmsu störf; en vinna við tölvuforritun, hugbúnað og hönnun á kerfum er fyrirferðarmest. Síðan má nefna innkaupasvið, markaðssvið og fjármálasvið. Starfsmenn eru kostum prýddir og hjá Heimkaup er mikill erill alla daga en þar er góður liðsandi sem speglast ef til vill best í gildum fyrirtækisins sem eru m.a. frumkvæði, þjónusta, liðheild og traust milli samstarfsfélaga. Hverjum og einum er treyst fyrir þeim verkefnum sem þeim ber að sinna útfrá þeim gildum sem Heimkaup hafa sett sér. Pálmi Jónsson spáir því að eftir áratug verði netverslun orðinn þriðjungur af allri smásöluverslun.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd