Héraðsverk ehf. var stofnað á vormánuðum árið 1988. Stofnendur voru eigendur vörubifreiða og vinnuvéla á Héraði. Tilgangur félagsins var og er að verktakar á Héraði gætu komið að stórum verkframkvæmdum á Austurlandi og var fyrsta verkið framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll. Hluthafar í dag eru 17 talsins og þar af eru sjö sem eru búnir að vera með frá stofnun.
Starfsemin
Héraðsverk ehf. er með aðsetur að Miðvangi 2-4 Egilsstöðum og er „regnhlífarfélag“ hlut-hafanna. Starfsemin er jarðvinna hverskonar og hefur mest af starfseminni verið á Austurlandi. Helstu verkefni eru vegagerð, sjóvarnir, ofanflóðavarnir og snjóflóðavarnir. Af verkefnum sem unnin hafa verið má nefna: Egilsstaðaflugvöll, jarðvinnu fyrir Fjarðaál, Snjóflóðavarnir Siglufirði, Almannaskarðsgöng, undirstöður undir Fljótsdalslínu, Snjóflóðavarnir Norðfirði. Í vegagerð má nefna veginn um Hófaskarð, um Norðurárdal og Berufjarðarbotn. Í dag er Héraðsverk að vinna að Snjóflóðavörnun Norðfirði, vegagerð um Finnafjörð-Bakkafjörð og Öxl-Hofsá.
Mannauður
Fastir starfsmenn undanfarin ár hafa verið tveir en félagið hefur aðgang að starfsmönnum og fjölbreyttum vélum og tækjum hluthafanna. Á árinu 2020 hafaum 60 starfsmenn hluthafa komið að vinnu hjá Héraðsverki. Kallað er eftir tækjum og mannafla í verkin hjá hluthöfum, eftir því hvað þarf hverju sinni. Á árinu hafa 68 tæki hluthafanna komið til vinnu. Má þar nefna vörubíla, trailera, belta- og hjólagröfur, jarðýtur, hefla, valtara o.fl.
Stjórn félagsins í dag skipa: Viðar Gunnlaugur Hauksson, stjórnarformaður, Benedikt Ólason, Vilhjálmur Konráðsson, Þórir Óskar Guðmundsson og Steinþór Guðni Stefánsson. Framkvæmdastjóri er Hafliði Hörður Hafliðason.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd