Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð

2022

Fjarðabyggð rekur tvö hjúkrunarheimili; Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði. Á báðum heimilum er rými fyrir 20 einstaklinga, samtals 40 rými.

Hulduhlíð
Hulduhlíð heimili aldraðra á Eskifirði hóf starfsemi 1989 en flutti í nýtt húsnæði 2014.
Hulduhlíð skiptist í þrjú rými með samtals 20 rúmum.
Hver einstaklingur býr í eigin íbúð en einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að taka á móti hjónum. Byggingin uppfyllir viðmið um nægt rými og heimilislegt umhverfi og er vel búin hjálpartækjum sem auðvelda störf starfsfólks og tryggir öryggi og þægindi heimilismanna.

Uppsalir
Uppsalir dvalar- og hjúkrunarheimili Fáskrúðsfirði hóf starfsemi 1987 en þá voru 12 dvalarrými í húsinu. Viðbygging var tekin í notkun 1999. Á Uppsölum eru í dag 20 hjúkrunarrými. Heimilið er vel tækjum búið með góða aðstöðu fyrir líkamsrækt og viðburði. Allt umhverfi á Uppsölum er hlýlegt og heimilislegt. Bæði eru tvíbýli og einbýli í boði.

Félagsstarf
Rík áhersla er lögð á gott félagsstarf og hreyfingu á báðum heimilunum. Sjúkraþjálfari starfar á heimilinum og góð aðstaða er til staðar fyrir heimilismenn fyrir fjölbreytta tómstundaiðju.

Mannauður
Á hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum starfa að jafnaði um 50 einstaklingar, þ.e. framkvæmdastjóri, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsfólk við umönnun og stoðþjónustu. Heimilin eru með samning við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) um læknisþjónustu og er læknir með fasta viðveru einu sinni í viku á hvorum stað.

Stjórn
Hjúkrunarheimilin eru rekin af Fjarðabyggð skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands og heyrir starfsemin undir félagsmálanefnd bæjarins.
Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna er Ragnar Sigurðsson. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri og faglegu starfi, starfsmannamálum og fjármálum auk stefnumótunar heimilanna. Hjúkrunarforstjórar eru fyrir bæði heimilin. Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir er hjúkrunarforstjóri Uppsala og Járnbrá Hrund Gylfadóttir er hjúkrunarforstjóri Hulduhlíðar.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd