Hlöllabátar / Sósi ehf.

2022

Það eru fáir íslendingar sem ekki hafa heyrt um Hlöllabáta enda hafa Hlöllabátar fylgt landsmönnum í gegnum súrt og sætt sl. 33 ár og virðast slá í gegn kynslóð eftir kynslóð. Vinsældir bátanna hafa einnig ratað út fyrir landsteinana en ferðamenn sem koma hingað til lands fara ekki spart með hrós þeirra á bátunum okkar á samfélagsmiðlum og matarbloggum. Hlöllabátar er rótgróið íslenskt fyrirtæki sem hefur verið starfrækt síðan 1986. Fyrirtækið var í eigu sama aðila til ársins 2012 enn árið 1998 seldu eigendur frá sér eitt útibúið og við rekstrinum á Ingólfstorgi tóku nýir eigendur.
Í dag eru reknir 7 Hlölla staðir víðsvegar um landið. Hlöllabátar ehf. er eigu Óla Vals Steindórssonar og fjölskyldu sem reka 3 staði á höfuðborgarsvæðinu: Bíldshöfða 5a, Smáralind og Þverholti 1 í Mosfellsbæ. Aðrir útsölustaðir eru á Ingólfstorgi, Akureyri, Selfossi og Vestmannaeyjum.

Sagan
Hlöllabátar ehf. voru stofnaðir þann 14. apríl árið 1986 af hjónunum Hlöðveri Sigurðssyni og Kolfinnu Guðmundsdóttur. Fyrsti staðurinn þeirra var á gamla Steindórsplaninu við hlið leigubílastöðvar Steindórs, þar sem nú er Ingólfstorg. Hlöllabátar þóttu mikil nýjung á Íslandi á þessum tíma og þarna var í fyrsta skipti boðið upp á heitan skyndibita í löngu brauði sem fékk nafnið bátur, sem hefur verið samheitið á slíkum skyndibita allar götur síðan. Á sama tíma leit Hlöllasósan dagsins ljós sem hefur heldur betur verið umræðuefni margra landsmanna gegnum tíðina enda mikil leyniuppskrift á bakvið sósuna. Hlöðver fékk hugmyndina að Hlöllabátum á ferð þeirra hjóna til New York snemma árs 1986, þar sem tíðkaðist að á hverju götuhorni væru vagnar sem byðu upp á heitan skyndibita. 
Hlöllabátar byrjuðu sinn feril í vagni sem þau hjónin létu smíða. Til að byrja með var matseðillinn ekki stór enn hann taldi 4 mismunandi báta. Þegar vagninn var uppfærður nokkru seinna var einnig boðið upp á glæsilegt deli-borð. Vinsældir staðarins jukust ört á næstu árum og reksturinn stækkaði með hverju árinu sem leið og í dag eru Hlöllabátar einn af þekktustu skyndibitastöðum landsins. Þegar Reykjavíkurborg ákváð að sameina Steindórsplan og Hallærsplan í nýtt og stærra Ingólfstorg var ráðist í framkvæmdir á stærri og betri stað sem leysti gamla vagninn af hólmi. Landsmenn liðu þó ekki bátaskort á meðan á framkvæmdir stóðu yfir þar sem Hlöðver opnaði nýjan stað að Austurstræti 6 á meðan uppbygging torgsins átti sér stað.

,,Allir í bátana’’
Hlöllabátar hafa komið víða við í gegnum tíðina og einnig ratað út fyrir landsteinana. Í desember árið 2001 opnuðu Hlöðver og Kolfinna útibú Hlöllabáta í Englandi, nánar tiltekið Lundúnum. Hlöllabátar í Englandi hlutu nafið TH!S (the Hot Icelandic Sandwices). 
Enn í dag eru Hlöllabátar í víking enn finna má Hlöllabáta á Norðulöndunum, meðal annars í Svíþjóð og Danmörku.
Hlölli heldur áfram að metta svanga munna landsmanna en í ágúst 2019 er væntanleg opnun á nýjum og glæsilegum stað í Mosfellsbæ, að Þverholti 1 þar sem Arionbanki var áður til húsa. Þessi staður mun leysa Hlölla vagninn af hólmi, sem hefur staðið vaktina í Mosfellsbæ síðan fyrri part 2018.

Starfsemin
Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á mikil gæði, hraða afgreiðslu og framúrskarandi þjónustu, enda skiptir upplifun viðskiptavinarins öllu máli.
Hjá Hlöllabátum starfa að jafnaði um 50 starfsmenn, ýmist í fullu starfi eða aukavinnu samhliða skóla. Á hverri vakt standa alla jafna um 3-5 starfsmenn hver með sitt hlutverk annars vegar á pönnunni og hins vegar í afgreiðslunni. Starfsfólk vinnur þétt saman við að afgreiða bátana hratt og örugglega, heita og bragðgóða.
Vöruvalið hefur svo sannarslega aukist á síðast liðnum áratugum en bátunum hefur fjölgað úr 4 í rúmlega 30, hver með sinn karakter.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd