Höfuð-Verk

  • 2025
    Sérhæfing
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Höfuð‑Verk slf. er rótgróið verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í hvers konar þakvinnu, bæði nýlögnum og viðgerðum á eldri þökum. Fyrirtækið hefur um áratugaskeið unnið fjölbreytt verkefni fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki, á bæði höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

    Starfsemin byggir á sérþekkingu í lagningu asfalt- og þakdúka á ýmis mannvirki, þar á meðal stór atvinnuhúsnæði, bílastæðaplötur, brýr og opinberar byggingar. Meðal verkefna eru endurbætur á þökum kirkna, íþróttamannvirkja og annarra bygginga þar sem krafist er nákvæmni og vandaðra lausna sem standast íslenskar aðstæður.

    Aðsetur Höfuð‑Verks er að Skemmuvegi 34 í Kópavogi, þar sem fyrirtækið rekur skrifstofu, lager og verkstæði. Fyrirtækið hefur byggt upp sterka stöðu á markaði með áreiðanlegum vinnubrögðum, góðum undirbúningi og fagmennsku sem hefur skilað sér í langvarandi samböndum við fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Höfuð-Verk Kristjáns Ragnarssonar var stofnað árið 1986 og var frá upphafi ætlað að sérhæfa sig í hverskonar þakvinnu. Verkefnin hafa verið viðgerðir á eldri þökum eða nýlögn á asfalt þakdúk. Fyrstu árin var aðeins unnið á sumrin eða þar til að Kristján Ragnarsson lauk námi sem byggingatæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands vorið 1989.
    Kristján Ragnarsson hefur alla tíð verið framkvæmdastjóri Höfuð-Verks og séð um öflun verkefna og skipulag framkvæmda. Einnig hefur verið maður á skrifstofu sem séð hefur um bókhald og aðra skrifstofuvinnu.

    Vinnulag og ferli
    Verkefnastaðan hefur yfirleitt verið góð en þó hefur ekki verið hægt að sinna öllum verkefnum sem staðið hafa til boða. Höfuð-Verk hefur frá upphafi sinnt mörgum verkefnum á landsbyggðinni og hefur það verið drjúgur þáttur í starfseminni þó svo að höfuðborgarsvæðið hafi einnig verið stór hluti starfseminnar.

    Skipulag og sérstaða
    Verkefnin hafa verið af ýmsum toga og má þar nefna lagningu á asfalt dúk undir slitlag á brúm og á plötur yfir bílastæði, s.s. í Kringlunni og víðar. Af brúm má nefna Gullinbrú í Grafarvogi og hringbrúna yfir Breiðholtsbraut. Af öðrum verkefnum má nefna viðgerðir á þaki Akureyrarkirkju og Bessastaðakirkju. Einnig lagði Höfuð-Verk þakdúk á Skautahöllina í Laugardal. Af stærri verkefnum má nefna þakið yfir Cosco í Garðabæ en það þak er 24000 fm.

    Árið 2015 hlaut Kristján Ragnarsson viðurkenningu frá ICOPAL sem er danskur framleiðandi þakdúks sem Höfuð-Verk leggur sem mest af. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð sem framleiðandi fylgist vel með og hafa menn frá ICOPAL komið reglulega til landsins í eftirlits- og skoðunarferðir.

    Aðsetur
    Á Skemmuvegi 34 hefur fyrirtækið haft aðsetur og er þar allt í senn verkstæði og lager ásamt skrifstofu og kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn.

    Mannauður og starfsmannafjöldi
    Í upphafi voru fjórir starfsmenn en árið 1992 voru þeir orðnir átta og átti þeim eftir að fjölga. Árið 2001 var farið að ráða starfsmenn frá Litháen og síðan bættust við fleiri frá Póllandi. Allir þessir starfsmenn hafa staðið sig vel og eru margir ennþá í vinnu tuttugu árum síðar. Árið 2005 voru tíu starfandi en þegar mest lét votu alls 37 starfsmenn á launaskrá. Árið 2020 voru starfsmenn fjórtán.

Stjórn

Stjórnendur

Höfuð-Verk

Skemmuvegi 34
200 Kópavogi
5573950

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina