Hótel Óðinsvé

2022

Hotel Óðinsvé opnaði þann 18. maí 1984, og fagnar um þessar mundir óslitinni sögu og starfsemi, sem eitt elsta og helsta hótel í miðborg Reykjavíkur. Hótelið er frábærlega staðsett í gamalgrónu hljóðlátu íbúðahverfi í miðbæ Reykjavíkur, hvaðan aðgengi er auðvelt til allra átta að öllum helstu kennileitum Reykjavíkur, gangandi í fáeinar mínútur.
Í upphafi bauð Hotel Óðinsvé upp á 20 hótelherbergi, en hótelið hefur gegnum tíðina smám saman stækkað og hótelherbergjum fjölgað í nú 50 herbergi, sem eru af öllum týpum klassískra hótelherbergja. Til að auka fjölbreytnina enn frekar og til að stækka hóp gesta og viðskiptavina, tók Hotel Óðinsvé í notkun 4 stórar og glæsilegar íbúðir á Skólavörðustíg 7, árið 2005, og aftur aðrar 6 íbúðir að Týsgötu 8, í nóvember 2016. Allar íbúðirnar eru í auðveldu göngufæri við hótelið, þar sem innritun í íbúðirnar fer líka fram.
Gamli miðborgarhluti Reykjavíkur sem hótelið er staðsett í, ber götunöfn sem hafa verið valin úr norrænni goðafræði, eftir mismunandi guðum fræðinnar. Nöfn eins og Óðinn, Freyja, Þór, Týr, Loki, Baldur, Bragi, Fjölnir, Váli, Höður, Sjöfn, og Mímir, koma þar fram, með viðeigandi einkennisendi í orðunum “gata” eða “stígur”, svona til að klára fullt götunafn.
Hotel Óðinsvé ber með stolti nafn Óðins, æðsta guðsins skv. norrænu goðafræðinni. Orðið vé, sem endir nafns hótelsins, er um „helgan stað“ eða heimili. Hér eru allir velkomnir.
Óðinn er guð visku, kænsku, hernaðar, sigurs, töfra, rúnaletursins og ljóðlistar og hann samdi öll erindi Hávamála, en bókin fjallar um visku lífsins og lifunar, samansafn forspárlegra og stuttra tilvitnana. Óðinn er þannig andinn og innihald allrar sköpunar sem hann hefur gert. Í bókinni Hávamál eru gildi lífs og lifunar talin upp, um allt það sem prýðir sanna manneskju, og þar meðal annarra eru kostirnir; auðmýkt, kurteisi, gestrisni og skynsemi.

Hótelið
Hótel Óðinsvé er sérstakt sem miðbæjarhótel með 50 herbergjum í hjarta Reykjavíkur, steinsnar frá verslunargötum miðborgarinnar og veitinga- og skemmtistöðum. Við gerum okkar besta til að veita gestum vinsamlega og um leið faglega þjónustu, í þægilegu umhverfi, þannig að þeim líði næstum eins og heima hjá sér.

Herbergin
Sérhvert herbergi er einstakt og aðeins öðruvísi en það næsta. Þau bjóða upplifun að þörfum og óskum flestra. Herbergin eru innréttuð á einfaldan máta, með áherslu á þægindi og eru heimilisleg. Eins og þú hafir verið hér áður og viljir koma aftur!
Í öllum herbergjum eru myndir eftir RAX – Ragnar Axelsson – heimsþekktan íslenskan ljósmyndara, sem hefur gefið út nokkrar ljósmyndabækur, bækur nauðsynlegar á hverju heimili. Klassísk eins- og tveggjamanna herbergi eru vinsælustu herbergjatýpurnar, double-deluxe herbergin eru aðeins stærri, rýmri og veita meira frelsi. Því til viðbótar bjóðum við upp á junior svítur. Þær eru allar óllíkar í laginu, sumar á tveimur hæðum, aðrar með frábært útsýni af efstu hæðinni, en allar sérstakar og rúmgóðar. Fjölskyldusvítan er söluhæsta herbergið á hótelinu, sem kemur kannski ekki á óvart; tvö svefnherbergi, þrjú sjónvörp, tveir kælar, góð stofa með stórum sófa og fínt baðherbergi. Einnig bjóðum við 10 rúmgóðar lúxusíbúðir, í fjórum mismunandi stærðum.

Starfsemin
Við viljum gera starfsemi hótelsins samtvinnaða lífi og starfi umhverfis hótelsins, sem hefur reynst afar ánægjulegt en krefjandi, jafnt fyrir starfsemina og starfsfólkið. Að okkar mati geta jákvæð efnahags- og þjóðfélagsleg áhrif vegið þungt, þegar þeim er stýrt á jákvæðan og ábyrgan hátt. Ennfremur trúum við því að ábyrgð okkar nái út fyrir ábyrgð gagnvart starfsfólki og gestum og inn í samfélagið þar sem við störfum.

Samfélagsmál
Hotel Óðinsvé er stoltur stofnfélagi í Festu, íslenskri miðstöð um samfélagsábyrgð. Í verkefninu, sem fjallar er um ábyrga ferðaþjónustu, hafa íslensk fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, tekið sig saman og samþykkt að hafa fjögur skýr og einföld markmið um ábyrgð sína í ferðaþjónustu að leiðarljósi. Tilgangurinn er að viðhalda stöðu Íslands sem áfangastaðar með því að styðja við sjálfbærni fyrir framtíðarkynslóðir landsins.
Þessi fjögur markmið eru að:
Sýna af sér fyrirmyndar framkomu og virðingu fyrir náttúrunni
Tryggja öryggi gesta og sýna þeim virðingu og kurteisi
Virða réttindi starfsfólks okkar
Hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi okkar og samfélag

Markmið
Á Hotel Óðinsvéum erum við staðföst í að bjóða gestum okkar frábæra þjónustu og sýna gestrisni. Við viljum að gestum finnist þeir velkomnir, njóti virðingar og upplifi sig á sínum sérstaka stað. Að því leiti höfum við tekið upp og gert að okkar, hin vitru orð Hávamála um gildi lífs og lifunar; auðmýkt, kurteisi, gestrisni og skynsemi.

Vefsíða: www.odinsve.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd