Hótel Selfoss

2022

Ferðaþjónusta hófst á Selfossi í Tryggvaskála um síðustu aldarmót en þar var starfrækt ferðaþjónusta til ársins 1975.

Sagan
Árið 1974 tók bæjarstjórn Selfossbæjar skóflustungu að Hótel Selfossi, gert var ráð fyrir húsnæði að 7000m2 að flatarmáli. Menningarsalurinn og veitingastaðirnir sem er gengið inn að utanverðu þar meðtaldir. Þann 5. júní 1986 var Hótel Selfoss opnað með 20 herbergjum, þar sem hægt var að taka á móti allt að 45 gestum. Selfossbær var þá eigandi en Samvinnuferðir/Landsýn rekstraraðilar hótelsins. Í fyrstu var hótelið kallað Ársalir, eftir hugmyndasamkeppni sem var haldin að því tilefni. Húsið átti að verða félagsheimili samfélagsins þess vegna er einstaklega góð aðstaða fyrir ráðstefnur og til veisluhalda. Ráðstefnusalirnir eru þrír sem geta verið sem einn salur. Saman taka þeir allt upp í 400 manns í sæti. Inn á hótelinu átti að vera miðstöð fjölmiðlunar, svæðisútvarp og fleira þess háttar.
Á fyrstu hæð er einnig huggulegur salur sem kallast „Betri stofan“ þar sem mögulegt er að taka á móti allt að 40 manns í mat. Í öllum sölunum eru skjávarpar, ræðupúlt, tjald og allt sem tilheyrir uppákomum.

Stækkun hótelsins
Árið 2002 var hafist handa við að bæta nýrri þriggja hæða álmu við hótelið ásamt kjallara. Bættust þá við 79 sérlega rúmgóð herbergi, kvikmyndasalur, móttaka, skrifstofuaðstaða og sérlega smekklegur veitingasalur sem heitir Riverside Restaurant og ógleymanlegu spai – Riverside snyrting og spa, þar geta gestir fengið snyrtingu, nudd og dekur. Riverside Restaurant tekur á móti allt að 200 manns í mat í einu en þar er einnig hægt að setjast niður á barsvæði og fá sér drykki. Riverside restaurant býður upp á „Happy hour“ á hverjum degi. Veitingastaðurinn er opinn öllum, hvort sem það eru gestir hótelsins eða aðrir. Veitingastaðurinn hefur fengið mikið lof fyrir einstaklega góðan mat sem er borin fram á smekklegan hátt. Fyrir framan hótelið er pallur þar sem hægt er að setjast niður á blíðviðris dögum með mat og/eða drykk af Riverside Resturant.
Í júní árið 2016 voru tekin í notkun 40 ný herbergi, þegar nýrri hæð sem er kölluð nýja
4. hæðin með 28 herbergjum, var bætt ofan á herbergisálmuna og 12 herbergi voru gerð í turninum yfir menningarsalnum. Herbergin á nýju 4. hæðinni eru með meiri þægindi og lúxus fyrir gestina. Turninn var áður hugsaður sem húsnæði fyrir skrifstofur. Menningarsalurinn hefur staðið í tæp 40 ár fokheldur en ríkið hefur ákveðið að veita aukafjárveitingu í þessa framkvæmd sem á að ljúka við árið 2023.

Umhverfið
Öðru megin á Hótel Selfoss er útsýnið einstakt yfir Ölfusá, sem er vatnsmesta á landsins, sunnlenskar sveitir og Ingólfsfjall. Hótel Selfoss býður upp á 139 herbergi allt í allt, ásamt glæsilegu spai, veitingasal og veislusölum. Í dag er hótelið 9400 fm2 en Menningarsalurinn og veitingastaðirnir eru ekki meðtaldir í þessari tölu þar sem þetta svæði er ekki í eigu hótelsins. Flest herbergi hótelsins eru yfir 23m2 og öll herbergin eru útbúin með ísskáp, tveimur stólum og borði.
Frá Hótel Selfossi er stutt í alla helstu ferðamannastaðina á Suðurlandi og óþarfi er að aka lengra en þörf er á. Í dag er öll þjónusta í nánasta umhverfi við hótelið, verslanir, heilsugæsla og öll helsta afþreying.

Eigendur og stjórnendur
Rekstur hótelsins í höndum einkaaðila og tekur Ragnar J. Bogason við sem hótelstjóri árið 2014. Eigendurnir eru Gunnlaugur Bogason, Adolf Guðmundsson, Ómar Bogason ásamt Ragnari.
Við hlökkum til að sjá ykkur, verið velkomin til okkar.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd