Hringiðan ehf. var stofnuð 1995 í Tæknigarði í Háskóla Íslands. Skrifstofan var flutt að Skúlagötu 19 árið 2010. Hringiðan ehf. er ein elsta Internetþjónusta á Íslandi. Stofnendur eru Magnús E. Sigurðsson, Guðmundur Kr. Unnsteinsson og Sigurður Skúlason en Guðmundur keypti hans hlut árið 1997 þegar Sigurður lét af störfum. Hjá Hringiðunni ehf. vinnur hópur starfsmanna með mikla reynslu að fjarskiptaþjónustu og rekstri. Við leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu og veitum við viðskiptavinum persónuleg og góð þjónusta sem er okkar markmið. Hringiðan var stofnuð í byrjun árs 1995, fyrirtækið er því eitt elsta Internet- og fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Frá 2007 hefur Hringiðan ehf. einnig veitt Bloomberg og fleiri fjármálafyrirtækjum þjónustu vegna reksturs net- og tölvukerfa sinna á Íslandi. Hjá Hringiðunni ehf. starfa að jafnaði 8-10 starfsmenn. Guðmundur Unnsteinsson M.Sc. er framkvæmdastjóri.
Þjónustan
Þjónustan sem Hringiðan selur er Internettengingar fyrir heimili og fyrirtæki, farsímaþjónusta sem styður 3G, 4G og 5G (farsímarekstur hófst 2013), Hringiðan bíður einnig 4G og 5G Internet tengingar, heimilissíma, sip-netsímaþjónusta og hýsingar á vefum, lénum og hýstum símkerfum. Einnig býður Hringiðan Skýja-þjónustu Microsoft, t.d. Microsoft 365, Azure; hýst símkerfi (fyrir fyrirtæki), uppsetningu og þjónustu við WIFI kerfi fyrirtækja og alhliða lén og vefhýsingu. Hringiðan hyggst áfram leggja áherslu á betri þjónustu og meiri hraða. Það eru einkunnarorð fyrirtækisins. Hringiðan ehf. sýnir samfélagsleg ábyrgð með því að styrkja góð málefni. Í dag eru 120.000 íslenskra heimila tengd ljósleiðara og um 78% þeirra nýta sér ljósleiðara-tengingar. Það er hæsta hlutfall heimila í Evrópu sem nýtir sér nettengingar um ljósleiðara. Árið 2020 hafa fjölmargir sinnt vinnu sinni heimanfrá, höfum við verið minnt á mikilvægi traustra og öruggra innviða í fjarskiptum.
Hringiðan ehf. er til húsa á Skúlagötu 19, 101 í Reykjavík. Vefsíða: www.hringidan.is
Hringiðan leitast við að vera leiðandi í nýjungum á Internet- og fjarskiptaþjónustu og vorum fyrst til að…
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd