Húnavatnshreppur

2022

Sveitarfélagið Húnavatnshreppur er í Austur-Húnavatnssýslu á Norðurlandi vestra og snerta suðurlandamæri þess jökla Hofsjökuls og Langjökuls. Húnavatnshreppur er eitt stærsta íslenska sveitarfélagið eða um 3.822 km² að stærð. Í lok árs 2020 voru 372 íbúar skráðir í sveitarfélaginu.

Sameining
Húnavatnshreppur er sjálfstætt stjórnvald sem varð til 1. janúar 2006 við sameiningu Bólstaðahlíðar-, Sveinsstaða-, Svínavatns- og Torfalækjarhrepps sem samþykkt var í sam-einingarkosningum sveitarfélaga 20. nóvember 2004. Í mars 2006 var svo samþykkt í kosningum í Húnavatnshreppi og Áshreppi að sameina þá undir nafni Húnavatnshrepps og gekk sú sameining í gildi 10. júní sama ár að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Sveitarstjórn
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps er skipuð 7 fulltrúum, sem kjörnir eru lýðræðislegri kosningu af íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Hreppsnefnd skipa:

  • Jón Gíslason, bóndi
  • Berglind Hlín Baldursdóttir, kennari
  • Jóhanna Magnúsdóttir, bóndi
  • Þóra Sverrisdóttir, rekstrarfræðingur
  • Jón Árni Magnússon, bóndi
  • Ragnhildur Haraldsdóttir, lögregluþjónn
  • Sverrir Þór Sverrisson, bóndi/verktaki.

Náttúra og áhugaverðir staðir
Fjölmargir áhugaverðir staðir eru innan sveitarfélagsins og má þar nefna Álkugil, Blöndugil, Laxárdal, Vatnsdalshóla og Þrístapa. Hverirnir á Hveravöllum eru staðsettir í suðurhluta sveitarfélagsins.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd