Húsagerðin hf. er alhliða byggingafyrirtæki stofnað 1972 í Keflavík af þremur ungum mönnum. Antoni S. Jónssyni, Jakobi Traustasyni og Áskeli Agnarssyni. Þetta voru menn með stórhuga framtíðarsýn. Ný tækni var að ryðja sér til rúms við uppsteypu húsa, með notkun byggingakrana og kerfismóta sem var nýtt á markaðnum þá. Byggingahraði varð meiri en menn höfðu áður séð. Eftir fráfalls Antons 2006 hefur Áskell rekið fyrirtækið einn.
Í dag er Áskell Agnarsson framkvæmdarstjóri, sonur hans Agnar einnig húsasmiðameistari
meðstjórnandi. Stjórnarformaður er Jóhanna Þórarinsdóttir kona Áskels. Verkefnastjóri er Björgvin Högnason, starfsmaður til margra áratuga. Starfmenn hafa verið frá 10 – 20 ásamt undirverktökum.
Verkefnin
Húsagerðin hefur byggt á sjöunda hundrað íbúðir ásamt ýmsum öðrum verkum svo sem Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, fiskimjölsversmiðju í Helguvík og á Siglufirði ásamt flokkunarstöð í Helguvík, stjórnsýsluhúsið Vörðuna í Sandgerði. Viðbyggingu og viðhald í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ýmis mannvirki fyrir HS Orku, skóla og íþróttahús svo eitthvað sé nefnt. Húsagerðin hefur unnið að uppbyggingu og viðhaldi í Bláa Lóninu nánast frá stofnun þess. Síðustu íbúðir sem Húsagerðin byggði eru 36 íbúðir við Víkurbraut 15 og 17 í Keflavík. Þetta eru stórar lúxusíbúðir með frábæru útsýni yfir höfnina og fjallahringinn á Faxaflóa.
Aðsetur
Árið 1973 byggði Húsagerðin um 200 fm verkstæðisaðstöðu að Iðavöllum 14 í Keflavík. Skrifstofur voru lengst af að Hólmgarði 2, en þar hafði Húsagerðin byggt 24 íbúða fjölbýli, ásamt verslunarkjarna. Árið 2016 var verkstæðið að Iðavöllum stækkað í 1000 fm og er öll aðstaðan þar í dag.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd