Heimahúsið

2022

Stofnendur Heimahússins ehf. er Kristján S. Thorarensen og Málfríður Vilhelmsdóttir.  Heimahúsið er stofnað á grunni verslunar og verkstæðis frá 1986 sem bæði flutti inn og framleiddi sín eigin húsgögn undir forystu Kristjáns sem er bólstrari að mennt. Var eigin framleiðsla aðallega sófar og sófasett. Var verslunin á upphafsárum sínum í Síðumúla undir nafni Öndvegis ehf. en flutti síðan í Ármúla 8 árið 2012 þar sem það er enn í dag. 
Framkvæmdarstjóri Heimahússins er Klara Sigríður Thorarensen og verslunarstjóri er Valur Bjarni Valsson. Félagið er enn í eigu fjölskyldunnar.

Breytingar 
Á þessum árum hefur margt breyst, framleiðsla eigin húsgagna er ekki lengur hagkvæm og því ekki samkeppnishæf við fjöldaframleidd húsgögn sem mörg hver koma frá svæðum þar sem laun eru mun lægri en við þekkjum á Íslandi. 

Birgjar
Í dag kaupir Heimahúsið til jafns húsgögn og gjafavöru frá Evrópu og Asiu og hefur í samstarfi við spænskan framleiðanda framleitt vörur hannaðar í samvinnu við Heimahúsið sem fékk því nafnið Islandia. Mikilvægur partur af því að reka húsgagnaverslun sem lifir tískubreytingar af er að fylgjast mjög vel með straumum og stefnum og fara á sölusýningar um allan heim þannig erum við með framleiðendur frá ítalíu til Balí, indónesíu, Danmörku og Kína og allt þar á milli.  

Netverslun
Á síðastliðnum árum hefur Heimahúsið fjárfest meira í netverslun sinni sem hefur verið vel tekið af viðskiptavinum okkar, sem margir hverjir versla á netinu. En við finnum það samt að þegar það kemur að stærri húsgögnum, þá vill fólk fá að sjá og prófa að sitja í stólum og sófum.  Þessa upplifun getur netverslunin aldrei keppt við þó að vissulega styðji hún við söluferlið.
Verslunin er opin mánudaga til fimmtudaga frá 11-18, föstudaga frá 11-17 og laugardaga frá 11-15. Netverslunin er alltaf opin og reynum við að þjóna okkar stóra kúnnahópi með því að setja myndir reglulega inn á Instagram og Facebook

Starfsfólk
Heimahúsið er fjölskyldufyrirtæki, þar sem í dag vinna þrjár kynslóðir hlið við hlið.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd