Dvalarheimili aldraðra sf í Þingeyjarsýslum var formlega stofnað á Húsavík 8. janúar 1976. Stofnendur voru Húsavíkurbær ásamt 12 sveitarfélögum frá Ljósavatnshreppi að vestan til Raufarhafnarhrepps að austan. Fyrsta verkefni félagsins var bygging dvalarheimilis á Húsavík og var hafist handa 20. ágúst 1976. Fyrstu íbúar fluttu svo í Hvamm 2. maí 1981. Á vegum félagsins, Dvalarheimili aldraðra sf. er annars vegar rekin byggingadeild sem rekin er fyrir fé frá aðildarsveitarfélögum í sýslunum tveimur og fer framlag hvers sveitarfélags eftir íbúafjölda. Félagið kaupir og selur einstaklingum eða hjónum svokallaðar búseturéttaríbúðir í Litlahvammi, Miðhvammi og Brekkuhvammi. Hins vegar rekur félagið Hvamm, heimili aldraðra. Á Raufarhöfn eru leigðar út 3 íbúðir til aldraðra. Ásamt því að vera með dagþjálfun fyrir 3 einstaklinga.
Starfsemin
Í upphafi (1981) var hugsunin á bak við Hvamm, heimili aldraðra að þar myndu búa sjálfbjarga einstaklingar. Með öflugri heimahjúkrun, félagsþjónustu og dagþjónustuúrræðum breyttist þörfin og í dag þurfa langflestir íbúar Hvamms flókna hjúkrun og umönnun og dvalarheimilið í raun breyst í hjúkrunarheimil. Búið er að ákveða byggingu nýs hjúkrunarheimili á Húsavík og mun þá starfsemi Hvamms breytast í alhliða þjónustustöð fyrir eldri borgara. Líklegt er að rýmum verði breytt í búseturéttaríbúðir. Þannig færist starfsemi Hvamms aftur í fyrra form. Rekstur Hvamms, heimili aldraðra byggist á daggjöldum frá ríkinu. Dagþjónustuúrræði (23 rými) hafa verið rekin á vegum Dvalarheimilis aldraðra sf frá árinu 1984. Fyrst í Hvammi/ Hornið en svo einnig á Kópaskeri frá 1990 og frá 1991 á Raufarhöfn. Helsta markmið dagþjónustu er að draga úr félagslegri einangrun fólks. Dagþjónustan er rekin með daggjöldum frá ríkinu.
Hjúkrunar- og dvalarrými
Í Hvammi búa 41 einstaklingar, 32 í hjúkrunarrýmum og 7 í dvalarrýmum. Auk þess eru á heimilinu 2 rými sem nýtt eru til skammtímainnlagna.
Íbúar geta gert ýmislegt sér til ánægju og yndisauka. Tómstundafulltrúi er starfandi á heimilinu og sér hann, ásamt öðru starfsfólki heimilisins m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl., o.fl.
Handavinnusalur er í Hvammi þar er í boði nánast hvað sem er, og þar hefur margt handverkið orðið til í gegnum tíðina.
Dagþjálfun
Húsavík: Í Hvammi er starfandi dagþjálfun; HORNIÐ. Hornið er opið alla virka daga frá kl. 8-16. Þar eru 13 dagvistarrými, ætluð einstaklingum sem hafa sótt um og fengið samþykkta dagþjálfun. Dagþjálfun er fyrir einstakling sem þurfa á slíkri þjónustu að halda til þess að búið áfram heima.Tómstundafulltrúi heimilisins sér ásamt öðru starfsfólki m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl. Umsóknum um dagþjálfun skal skilað í Hvamm. Þeir einstaklingar, sem eru í dagþjálfun geta nýtt sér þá þjónustu sem í boði er, í Hvammi. Kópasker: Á Kópaskeri er rekin dagvistun/dagþjálfun, STÓRAMÖRK. Þar eru 6-7 dagvistarrými. Stóramörk er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Þar geta gestir fengið hádegismat og kaffi og eytt deginum við spjall, handavinnu, spil eða hvaðeina sem hugurinn stendur til. Raufarhöfn: Á Raufarhöfn er rekin dagvistun/dagþjálfun, VÍK. Þar eru 3-4 dagvistarrými. Vík er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Þar geta gestir fengið hádegismat og eytt hluta dagsins við spjall, spil eða handavinnu.
Búseturéttaríbúðir
Dvalarheimili aldraðra rekur svokallaðar búseturéttaríbúðir á Húsavík. Um er að ræða 28 íbúðir í Litlahvammi, Miðhvammi og Brekkuhvammi. Þeir sem búa í slíkum búseturéttaríbúðum geta nýtt sér alla þá aðstöðu og þjónustu sem Hvammur hefur upp á að bjóða.
Framkvæmdastjórn og aðsetur
Framkvæmdastjóri: Jón Helgi Björnsson. Yfirlæknir: Ásgeir Böðvarsson. Yfirhjúkrunarfræðingur: Áslaug Halldórsdóttir
Formaður 6 manna stjórnar Hvamms er Kristján Þór Magnússon – Hvammur er til húsa að Vallholtsvegi 15, Húsavík.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd