IBH ehf. var stofnað 19. desember 1998. Stofnendur voru Ingimundur Guðmundsson ásamt fyrirtækinu Formax ehf. Tilurð félagsins var sú að Formax var að fara í gegnum skipulagsbreytingar, þar sem eigendurnir ákváðu að skipta upp rekstrinum. Formax var í framleiðslu á fiskvinnsluvélum og einnig sölu á íhlutum í færibönd. Formax héldi sig við framleiðslu á fiskvélum og að stofna nýtt félag um sölu á búnaði og íhlutum. Formax gekk til samninga við Ingimund um stofnun nýs félags sem annaðist sölu búnaðar og íhluta í fiskvinnsluvélar og færibönd. IBH var upphaflega staðsett í Faxaskála í sama húsnæði og Formax þar sem Harpa tónlistarhús þjóðarinnar er staðsett núna. Árið 2003 keypi Ingimundur og fjölskylda alla hluti í félaginu. Upp úr því flutti félagið í eigið húsnæði að Dugguvogi 10. Árið 2013 fluttist IBH í stærra húsnæði að Bíldshöfða 18. Árið 2016 þurfti aftur að sækka við húsnæðið og þá fluttist félagið í núverandi húsnæði að Vagn-
höfða 21, mjög rúmgott og hentugt húsnæði til rekstursins.
Sérhæfð þjónusta við sjávarútveginn
Aðalmerki félagsins hefur verið í trommlumótorum og færibandareimum og ýmsum öðrum sérhæfðum lausnum fyrir matvælavinnslu sniðnar af þörfum markaðarins. IBH hefur haft að markmiði að bjóða upp á bestu þjónustu sem völ er á í samsetningu og viðgerðum á trommlumótorum frá BDL í Þýskalandi og síðar með Interroll leiðandi framleiðanda, eftir að Interroll og BDL sameinuðust. Einnig sölu og samsetningu á færibandareimum frá Habasit, einum stærsta færibandaframleiðanda í heimi. Með þessum birgjum varð IBH leiðandi á þessum markaði á Islandi. Frá upphafi var sú stefna tekin að vera með samsetningu á trommlumótorum og færibandareimum hér á landi. Með þessu tókst að bjóða upp á einstaka þjónustu, mikla breidd og vöruúrval. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á skamman afgreiðslutíma og hagstæð verð.
Stefna félagsins og framtíð
Markmið IBH hefur alltaf verið að vera í nánu samstarfi við hönnuði og framleiðendur vélbúnaðar á Islandi. IBH hefur aðlagað og útfært sínar vörur að þörfum þeirra, þar má t.d. nefna fyirtæki eins og Marel, Völku, Skaginn3X og fleiri hönnunar-og framleiðslufyrirtæki. Með samsetniningu á trommlumótorum hér á landi og einstaklega góðri viðgerðarþjónustu óx notkun trommlumótora hér á landi mjög hratt. Áhersla hefur verið lögð á að uppfylla þarfir markaðarins og aðalsmerki IBH hefur verið skjót og góð þjónusta. Þessi stefna hefur reynst IBH einstaklega vel og hefur félagið verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja s.l. 6 ár á lista Creditinfo. Hjá IBH hefur ríkt góður starfandi og hefur starfsmannavelta verið mjög lítil. Þegar fyrirtækið var stofnað voru starfsmennirnir tveir en árið 2019 voru þeir orðnir átta, þar af 5 starfsmenn á verkstæði í samsetningu og viðgerðum. Í ágúst 2019 eftir 20 farsæl ár gengu eigendur IBH frá samningi um sölu á rekstri trommlumótora og færibandareima fyrirtækisins. Interroll vildi styrkja stöðu sína hér á Island og tók því við rekstri mótorahlutans, þar sem þeir eru með ýmsar aðrar spennandi vörur til að markaðsetja.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd