Fyrirtækið Iðnver ehf. var stofnað árið 2002 og þá undir nafninu Bakverk ehf. Pétur Blöndal er eigandi fyrirtækisins í dag en árið 2015 keypti hann rúmlega 60% hlut í félaginu og breytti nafni þess í Iðnver ehf. Það er svo árið 2017 sem hann eignast félagið að fullu.
Starfsemin
Í tímanna rás hefur starfsemi fyrirtækisins breyst mikið. Það einbeitir sér nú að þjónustu við matvælageirann og stefnir að því að verða fremst fyrirtækja á því sviði. Iðnver ehf. er alhliða þjónustufyrirtæki auk þess að sinna heildsölu. Boðið er upp á fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, matvælaiðnaði og iðnaði almennt.
Vörur
Hjá Iðnveri ehf. fást flestir íhlutir við gerð færibanda svo sem reimar, keðjur, legur, stillifætur, mótórar og gírar. Iðnver ehf. selur lágþrýst þvottakerfi, lausnir fyrir starfsmannaðastöðu fyrirtækja, mikið úrval allskonar rekstrar- og efnavöru, legur og stórsekki. Nýlega hóf fyrirtækið að bjóða vélbúnað fyrir hreinsun á hverskonar fráveituvatni. Í boði er fráveituhreinsibúnaður fyrir bæjarfélög, vinnslufyritæki, einstök hús, sumarbústaði o.fl. Frá WPL bjóðum við uppá lífrænan hreinsibúnað fyrir allt að 1PE til 10.000PE þriggja þrepa og frá Mellegard seljum við eins þrepa fráveituhreinsibúnað. LÍFRÆN fráveituhreinsitöð sem er fyriferðalítil fullkomin, sambyggð skolphreinsistöð, sem uppfyllir ítrustu kröfur um gæði hreinsunar. Engin rotþró eða siturlögn og 25 ára ábyrgð. Tæming seyru er á þriggja til fimm ára fresti. Engir hreyfanlegir hlutir. Mismunandi stærðir frá 6 til 10.000 persónueiningar.
Starfsfólk og aðsetur
Hjá Iðnveri ehf. eru starfsmenn fjórir. Velta hefur farið vaxandi og tvöfaldast frá árinu 2017.
Iðnver ehf. er til húsa að Tunguhálsi 10 í Reykkjavík. Heimasíða idnver.is.
Framúrskarandi fyrirtæki og sérstaða
Iðnver ehf. hefur verið á lista Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki síðastliðin 8 ár.
Sérstaða Iðnvers ehf. felst í þeirr þjónustu sem veitt er. Staða fyrirtækisins er gríðarlega góð að mati Péturs og það er á „góðri siglingu” eins og hann orðar það.
Á tímum heimsfaraldursins hefur Iðnver ehf. fylgt fyrirmælum Almannavarna um sóttvarnir og í upphafi plágunnar voru starfsmenn í hlutastarfi fyrsta mánuðinn.
Samfélagsleg ábyrgð
Iðnver ehf. nýtir sér flesta miðla til að minna á sig. Fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð með því að styðja við nokkur ungmennafélög, má þar nefna kvennastarf Fjölnis og knattspyrnuna á Fáskrúðsfirði.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd