Ingileifur Jónsson ehf. / IJ landstak ehf. hefur verið undir stjórn Ingileifs Jónssonar í verktöku frá árinu 1998 í jarðvinnu- og byggingarverkefnum ýmiss konar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ingileifur Jónsson starfaði áður á sinni kennitölu að jarðvinnuverkefnum ýmiss konar eða frá árinu 1986. Hann hefur stýrt verkum í jarðvinnu af ýmsum toga í 35 ár.
Sagan
Fyrirtækið hefur unnið að ýmsum verkefnum s.l. ár, s.s eins og vegagerð, undirstöðum undir rafmagnslínur, plægingum á ljósleiðurum og rafmagnsköplum, holræsagerð, vatnsveitum, snjómokstri o.fl. Eins og fram kemur hefur Ingileifur leitt fyrirtækið og stjórnað frá upphafi. Í gengum árin hefur hann laðað til sín metnaðarfullt starfsfólk, til að getað framkvæmt þau verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér. Mannauður hvers fyrirtækis er máttur þess og megin. Án góðra og mettnaðarfullra starfsmanna hefði fyristækið ekki skapað sér það orðspor og sess sem það hefur í dag.
Starfsemin
Fyrirtækið hefur verið leiðandi í plægingu ljósleiðara og rafmagnskapla og á sérútbúin tæki til að sinna þeirri vinnu. Í dag á fyrirtækið öflugan tækjaflota til að sinna hinum ýmsu byggingar- og jarðvinnuverkefnum svo og vegagerðarverkefnum, þó svo að tækjum hafi fækkað vegna smærri verkefna undangengin ár. Fyrirtækið á einnig stóran flota bíla og búnaðar til snjómoksturs. Síðustu ár hefur fyrirtækið unnið að gerð borplana o.fl. fyrir Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum. Vetarverkefni hafa verið snjómokstur á Hellisheiði og Árborgarhring fyrir Vegagerðina og einnig höfum við sinnt snjómokstri fyrir Orku náttúrunnar.
Markmið
Fyrirtækið hefur það að markmiði sínu að hafa allan tækjabúnað í góðu lagi og vel við haldinn til að auka endingartíma þeirra. Jafnframt að gæta þess að þau standist þau umhverfismarkmið sem fyrirtækið hefur sett sér, þ.e.a.s. að lámarka allt olíusmit og leka á tækjum o.fl.
Markmiðið er einnig að bæta aðbúnað og vinnuaðstöðu starfmanna með öryggisþáttinn að leiðarljósi til að koma í veg fyrir slys og veikindi. Starfmönnum eru kynnt öll öryggisatriði og notkun öryggisfatnaðar/búnaðar.
Markmið okkar er að draga úr nýliðun og minnka veltu á starfsfólki til að halda þeirri verkreynslu og þekkingu sem býr í reyndum starfsmönnum. Lagt er upp úr að hafa alla verkferla mjög skýra til hagsbóta fyrir starfsfólk, til að lámarka skaða og röng vinnubrögð. Með skýrum verkferlum aukum við jafnframt afköst og verkgæði. Með góðu starfsfólki með verkreynslu og staðgóða þekkingu, góðum og öflugum tækjabúnaði, markvissri vinnu samkvæmt gæðastýrðum verkferlum, jákvæðu hugarfari, áræðni, og krafti getum við unnið að okkar metnaðarfulla markmiði sem er: Að skapa trúverðugt og eftirsótt fyrirtæki á jarðvinnu-og byggingarmarkaði sem vill vera í fremstu röð hvað gæði vinnu og tæknilegra lausna varðar, vegna þeirra viðfangsefna sem við tökum að okkur, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd