Inter ehf

2022

Inter ehf. er fyrirtæki stofnað 4. júlí 1992 og hefur starfað við sölu og þjónustu á heilbrigðissviði síðan. Þorvaldur Sigurðsson, eini eigandi Inter og er upprunarlegur eigandi. Fram til 2003 var hann 50% hluthafi, eftir 2003 hefur hann verið 100% eigandi. Inter ehf er fjölskyldurekið fyrirtæki. Það hefur reynst okkur mikill kostur, m.a. við að styðja við viðskiptavini þar sem allir vinna að sama markmiði. Inter ehf. er staðsett að Sóltúni 20 í Reykjavík.

Starfsfólk
Sala: 5
Tæknimenn: Tæknimenn 3
Tæknimenn: Vélstjóri 1
Sala: Hjúkrunarfræðingur 1
Stjórnun / sala: Mannauður og stjórnun 1
Birgðir / útkeyrsla: 1
Bókhald: 1

Inter ehf.
Við höfum mikla reynslu á læknisviði. Frá upphafi höfum við lagt mesta áherslu á þjónustu við viðskiptavini. Það felur í sér að bregðast strax við beiðnum frá viðskiptavinum okkar og veita þeim tækniþjónustu og fræðslu þegar þörf er á. Starfsmenn Inter ehf. sækja reglulega námskeið og þjálfun til birgja. Við leggjum áherslu á vörukynningar og höfum þegar byggt upp mikið tengslanet innan heilbrigðiskerfisins sem reynst hefur okkur mikilvægt þegar leitað er til okkar vegna nýs búðaðar. Inter ehf. fylgir MDD leiðbeiningum og er ISO-9001 vottað.

Umboð og starfssvið
Í upphafi var áhersla okkar á speglun en fljótlega fylgdi samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækið stækkaði hratt og í dag starfar það einnig innan almennra skurðlækninga, rafskurðlækninga, bæklunarlækninga, kvensjúkdóma, þvagfæraskurðlækninga, PH mælinga, hjartalínurita, endurlífgunar, rannsóknarvara og rekstrarvara til þeirra ásamt fleiru. Inter ehf. eru ma. fulltrúar;
Arthrex, Bard, Barco, Corpak, Erbe, Lina Medical, Medisafe, MTP, Olympus, Sandhill, Schiller, Schmitz, Steris, Trumpf, US endoscopy, Zoll, Lohmann & Rauscher ásamt mörgum öðrum.
Rannsóknarvörur: Randox, Snipe, Alfa Wassermann, Nerbe Plus, Dacos, Sartorius, Hettich, Sakura, Capp, Aidian, Boule, Labmodul, Avantor, Biooptic, Histolab, Histoline, Nova Biomedical, Advaced Intruments, Carl Zeiss og fleiri
Inter ehf. er fyrirtæki sem leggur áherslu á hágæðavöru og framúrskarandi þjónustu á besta fáanlega verði.

Staða á markaði
Á stuttum tíma tókst Inter ehf. að ná mjög hárri markaðshlutdeild í speglun og skurðlækningum á Íslandi og að halda þeirri stöðu.
Síðustu tvö ár hefur okkur einnig tekist að ná mjög hárri markaðshlutdeild með Arthrex í bæklunarskurðlækningum.
Viðskiptavinir okkar eru ma; NLSH, LSH, sjúkrahús á Íslandi með skurðaðstöðu, heilbrigðis-stofnanir, einkageirinn, einkaaðilar og rannsóknarstofur.
Velta hefur verið yfir USD 8.500.000 síðustu 5 ár.
Inter ehf. er með ISO9001 vottun.
Inter ehf. hefur verið á lista Creditinfo síðustu 10 árin yfir þá sterkustu á Íslandi, hófst árið 2010 og tilheyrir þeim 84 fyrirtækjum sem uppfylla þau skilyrði. Þetta samsvarar undir
2% íslenskra fyrirtækja.
www.inter.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd