Iceland Pro Travel

2022

Iceland Pro Travel var stofnað árið 2003 af núverandi eigendum, Guðmundi Kjartanssyni og Ann-Cathrin Bröcker. Markmið félagsins er að selja erlendum ferðamönnum ferðir til Íslands, Grænlands og Norðurlanda. Fyrirtæki innan Iceland ProTravel Group eru nú 16 talsins og rúmlega 20.000 farþegar ferðast með þeim á hverju ári.

Starfsemin
Iceland Pro Travel er sérhæfður pakkasöluaðili með söluskrifstofur í Þýskalandi, Sviss, Skandinavíu og Bretlandi auk þjónustu og söluskrifstofu í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa 65 manns. Auk hefðbundinnar ferðamensku þar sem boðið er upp á rútuferðir um landið með leiðsögn, býður Iceland Pro Travel skipulagðar ferðir þar sem gestir ferðast um landið á bílaleigubíl. Að auki skipuleggja fyrirtækin margskonar ferðir, t.a.m. hvataferðri, ráðstefnur, golfferðir o.fl. Undanfarin 5 ár hefur fyrirtækið boði viðskiptavinum 10 daga siglingu hringinn í kringum landið. Skipið Ocean Diamond siglir á nóttunni og farþegar fara í land á daginn og skoða og njóta þess sem fyrir augu ber. Auk hringferðanna siglir skipið 2 ferðir yfir sumarið til Grænlands. Siglt er upp með vesturströnd landsins og áhugaverðir staðir skoðaðir.
Annar áhugaverður þáttur í starfsemi fyrirtækisins er sjóstangaveiði á Suðureyri og Flateyri.
Á hverju ári koma 800-900 erlendir gestir til þess að veiða stóra og glæsilega þorska og aðrar tegundir á þessum gjöfulu fiskimiðum.
Sala á ferðum til Norðurlanda frá löndum Evrópu hefur aukist verulega á s.l. árum undir merkjum Norway ProTravel, Norden Tours og Nordic Holidays.

Höfðabakka 9d
110 Reykjavík
5103600
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd