Íslensk verðbréf

2022

Forveri Íslenskra verðbréfa (ÍV), Kaupþing Norðurlands hf. (KN), var stofnað á Hótel KEA laugardaginn 11. apríl 1987. Hluthafar voru í upphafi: Kaupþingi hf. (55%), Kaupfélag Eyfirðinga (15%), Akureyrarbær (15%) og 7 sparisjóðir á Norðurlandi (2-3% hver). Í upphafi var lögð áhersla á ráðgjöf og miðlun verðbréfa ásamt viðskiptum fyrir eigin reikning.
Sparisjóður Norðlendinga, ásamt fleiri sparisjóðum, keypti fyrirtækið 1999 og nokkru síðar var ákveðið að leggja megináherslu á sérhæfða eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina.
Árið 2015 urðu töluverðar breytingar á hluthafahóp fyrirtækisins en á þeim tíma stefndi í að fyrirtækið myndi renna inn í Kviku banka. Fjárfestahópurinn var samsettur að stærstum hluta af fyrirækjum og lífeyrissjóðum og átti enginn hluthafi virkan eignarhlut.
Árið 2019 keypti ÍV Viðskiptahúsið ehf. og við þau viðskipti eignuðust eigendur Viðskiptahússins helming hlutafjár í ÍV.

Starfsemin
Frá 2001 hefur kjarnastarfsemi ÍV verið eignastýring sérgreindra safna eða með starfrækslu verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Samhliða hefur félagið starfrækt verðbréfamiðlun og sinnt ráðgjafarverkefnum. Á þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað á starfsumhverfi ÍV. Öfgakenndar sveiflur hafa orðið í efnahagslífinu, mikil vaxtarskeið, efnhagshrun og samdráttur og að endingu tímabil stöðugleika. Þessar breytingar hafa haft veruleg áhrif á starfsemi ÍV en fyrirtækið hefur þurft að laga sig að þessum breytingum í umhverfinu. Á fyrri hluta tímabilsins byggði starfsemin á stórum sérgreindum söfnum fyrir tiltölulega fá stóra viðskiptavini en hin síðari ár hefur starfsemin byggt í auknum mæli á minni söfnum, breiðari hóp viðskiptavina og auknu vægi sjóðastýringar. Árið 2001 var stofnaður fyrsti sjóður ÍV en í dag rekur dótturfélag ÍV 14 sjóði alls sem spanna bæði innlend og erlend hlutabréf og skuldabréf.
Eins og áður er getið keypti ÍV Viðskiptahúsið ehf. árið 2019 og var starfsemi félaganna sameinuð. Viðskiptahúsið hafði um langa hríð starfað á sviði fyrirtækjaráðgjafar með góðum árangri. Kaupin og sameining félaganna var liður í að treysta enn frekar rekstrargrundvöll ÍV og skapa félaginu sérstöðu sem fyrirtæki sem veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum þjónustu á sviði ávöxtunar og fjármögnunar með sterka atvinnulífssérhæfingu.

Aðsetur
Frá stofnun hafa höfuðstöðvar ÍV verið á Akureyri. Starfsemin hefur verið verið á 5 stöðum á Akureyri en félagið flutti í núverandi húsnæði að Hvannavöllum 14 síðla árs 2018. Árið 2009 opnaði ÍV skrifstofu á höfuðborgarsvæðinu og hefur félagið starfrækt skrifstofu sunnan heiða alla tíð síðan. Nú er skrifstofa ÍV á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi, að Hlíðasmára 6, þar sem starfsemi Viðskiptahússins hafði verið um árabil.

Mannauður
Hjá ÍV starfa 15 starfsmenn. Starfsmannahópurinn samanstendur af fólki með fjölþætta menntun og reynslu. ÍV starfrækir 4 tekjusvið auk stoðsviða en þar til viðbótar á fyrirtækið dótturfélagið ÍV sjóði en innan þess fer stærstur hluti sjóðastarfsemi ÍV fram.

Stjórnendur
Jóhann M. Ólafsson er forstjóri ÍV en veitir jafnframt fyrirtækjaráðgjöf ÍV forstöðu. Jón Helgi Pétursson er aðstoðarforstjóri. Forstöðumaður eignastýringar ÍV er Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður markaðsviðskipta ÍV er Hjörvar Maronsson og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestingar ÍV er Hrafn Árnason. Hreinn Þór Hauksson er framkvæmdastjóri ÍV sjóða. Harpa Samúelsdóttir er yfirlögfræðingur félagsins og Einar Már Hólmsteinsson er forstöðumaður áhættustýringar.
Stjórn ÍV skipa Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður, Anna Guðmundsdóttir og Ingólfur Vignir Guðmundsson.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd