Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf.

2022

Fyrirtækið Ísloft, blikk- og stálsmiðja ehf. var skráð árið 1988 en stofnfundur var haldinn 4. desember 1987. Stofnendur þess voru Valdimar Jónsson, Garðar Erlendsson, Þorsteinn Ögmundsson, Gunnar Valdimarsson og Hjalti Garðarsson. Núverandi eigendur eru þeir auk fleiri sem margir eru tengdir fjöskylduböndum. Aðalstjórn skipa: Þorsteinn Ögmundsson, Valdimar Jónsson og Sigurrós Erlendsdóttir, formaður stjórnar.
Í varastjórn eru: Garðar Erlendsson og Hannes Erlendsson. Framkvæmdastjóri er Þorsteinn Ögmundsson en Sigurrós Erlendsdóttir er fjármálastjóri. Sömu stjórnendur hafa verið allt frá upphafi blikksmiðjureksturs félagsins eða frá því í janúar 1993.

Starfsemin
Ísloft, blikk- og stálsmiðja ehf. er, eins og nafnið gefur til kynna, blikksmiðja og þar starfa að jafnaði um 70 manns en starfsmenn voru 25 árið sem blikksmíði fyrirtækisins hófst. Fyrirtækið var upphaflega stofnað utanum sölu á búnað fyrir loftræstikerfi en 1. janúar 1993 var starfsemi þess útvíkkuð með m.a. framleiðslu loftræstikerfa, eldvarnarhurða og allri almennri blikksmíði. Meginhluti starfseminnar var og er enn í dag að Bíldshöfða 12-14 í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækisins vinna einnig að fjölbreyttum verkefnum um allt land.

Verkefni
Ísloft hefur á undanförnum árum leyst af hendi mörg af stærstu verkefnum hérlendis á sviði loftræsikerfa. Flest verkefnin fær fyrirtækið með því að bjóða í verk sem boðin eru út en tekur líka að sér allskonar verkefni skv. beiðni viðskiptavina og er óhætt að segja að fjölbreytni í verkefnum sé mikil.

Sérstaða
Ísloft hefur ætíð kappkostað að nota fyrsta flokks tæki og byggja upp þekkingu og nýta þannig hefðbundið handverk samhliða bestu fáanlegu tækjum og framleiðslutækni. Með þessu hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu á íslenska markaðinum og hefur þess vegna breiða framleiðslugetu. Fyrirtækið framleiðir sjálft mjög mikið af sinni söluvöru og annast jafnframt uppsetningu hennar og má þar helst nefna loftræstikerfi sem fyrirtækið hefur séð um í mörgum stærstu byggingum landsins, s.s. Smáralind, Verne Global, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hörpu og víða annars staðar auk verkefna í Grænlandi.

Framleiðsla
Ísloft framleiðir auk loftræstikerfa ýmsa íhluti í slík kerfi m.a. loftræstisamstæður, hljóðgildrur, ristar, þakventla, spjaldlokur, hitafleti o.fl. Einnig framleiðum við hitablásara, eldvarnarhurðir, veggjastoðir, málmklæðningar á þök og veggi ásamt einangrun og klæðningu fyrir hita- og kælilagnir. Loks má nefna innréttingar í hesthús, sérsmíðaða töflu og tengiskápa, eldhúsháfa fyrir stærri eldhús,  o.fl. o.fl. Vörunúmer eru vel á annað þúsund. Samkeppni á þeim útboðsmarkaði sem fyrirtækið starfar á er hörð en sérstaða þess felst í mikilli eigin framleiðslu og innflutningi hráefnis beint frá framleiðendum sem tryggir lægsta mögulega verð. Reynsla og tækniþekking starfsfólks kemur mjög til góða í samkeppninni.

Framtíðarsýn
Ísloft hefur það að leiðarljósi að nýta og auka þann mannauð sem er í fyrirtækinu og veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. Framtíðarsýn fyrirtækisins felst í því að kappkosta að veita viðskiðtavinum trausta og góða þjónustu og að auka sífellt hæfnina til að leysa flókin og vandasöm verkefni.

Gæðakerfi
Gæðakerfi Íslofts byggir á kröfum Mannvirkjastofnunar (MVS). Kerfið uppfyllir kröfur og er samþykkt af MVS með skráðum blikksmíðameisturum með tilheyrandi landslöggildingu.
Ísloft er aðili að Samtökum Iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins og Félagi blikksmiðjueigenda.

Viðurkenningar
Veltuþróun hefur verið jöfn og stöðug með vaxandi starfmannafjölda og afkoman almennt mjög góð. Fyrirtækið hefur verið á lista yfir Framúrskarandi- og fyrirmyndarfyrirtæki og auk þess margsinnis hlotið viðurkenningu Lagnafélags Íslands.

COVID-19
Aðgerðir fyrirtækisins byggjast á almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis sem fylgt er í hvívetna.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd