Iso Tækni ehf

2022

IsoTækni ehf. var stofnað 1997 af Gretari Frankssyni vélfræðingi. Tilgangurinn var að þróa upp hugmynd af raftjökkum sem Gretar var með. Hann var búinn að vera vélstjóri á sjó í 10 ár og kynnst loft- og glussatjökkum. Bæði loft- og glussatjakkar hafa ákveðna ókosti. Lofttjakkur hefur fjaðrandi hreyfingu sem oft hentar illa, því illmögulegt er að stjórna hreyfingunni. Lofttjakkur þarf helst að fara alla leið inn eða út. En er samt með fjaðrandi hreyfingu. Glussatjakkar og glussakerfi leka ávalt olíu sem mengar. Það er því mjög slæmt ef olía lekur í matvælavinnslu. Þannig kom hugmyndin að raftjakk fram. Hann mengar ekki og hefur jafna og áreiðanlega hreyfingu og einfalt að leggja eina rafmagnssnúru að raftjakk. Þannig að ákvörðun var tekin um að smíða frumgerð af raftjakk. Farið var erlendis til að finna heppilegan rafmótor og gír til að nota. Sem betur fer lentum við á góðu fyrirtæki sem framleiddi mótora og plánetu gíra. Þarna var hjartað komið í raftjakkana. Þróun og prófun stóð yfir í rúmt ár. Þangað til komin var raftjakkur sem lofaði góðu. Afar endingargóður, sterkbyggður, vatnsþéttur og ryðfrír. Þróun hélt samt áfram og ýmsar lagfæringar gerðar til að auka endinguna. Að lokum vorum við sátt með raftjakkinn sem gat keyrt látlaust dag og nótt í sjálfvirkum prufubekk í 5 mánuði án þess að bila.

Framleiðslan
Markaðurin 1999 var ekki búinn að sjá svona vöru til sölu. Þetta var algjör frumkvöðlasmíð.
Það fór svo að ein stórútgerð keypti af okkur 12 raftjakka á flokkunarkar þar sem fyrir voru
lofttjakkar. Þeir reyndust ekki vel vegna þess lofttjakkarnir fjöðruðu svo mikið. Ef það lá þungi á lúgu og átti að opna þá byrjaði lofttjakkurinn að fá loft inn á sig síðan skaust lúgan upp og opnaði of mikið þannig að flök flæddu út á gólf. Eftir þetta keyptu nokkrar útgerðir raftjakka með stjórnbúnaði af okkur. Við vorum komnir inná markaðinn.
Eftir þetta hefur sala farið vaxandi jafnt og þétt. Stærsti markaður okkar í dag er útflutningur.
Alltaf bætast fleiri við sem vilja raftjakka við ýmsar aðstæður. Helsti kostur okkar raftjakka er að þeir eru ryðfríir og vatnsþéttir. Og síðast en ekki síst hafa þeir það orð á sér að bila ekki.
T.d. eru þeir notaðir á flapsa báta allt að 15 metra. Þar eru raftjakkarnir alltaf undir sjávarmáli. Ending er 12 til 15 ár, fer eftir meðferð og aðstæðum.

Fyrirtækið
IsoTækni er í dag með mjög gott renniverkstæði og tekur að sér smíði fyrir ýmsa aðila.
Raftjakkarnir eru smíðaðir í CNC tölvustýrðum renni og fræsivélum. Vélakostur er 5 CNC rennibekkir og 2 stórar CNC fræsivélar ásamt ýmsum smærri vélum. IsoTækni hefur sérhæft sig í að herða smíðajárn og krómstál. Einnig er hert ryðfrítt stál. Starfsmenn eru 4-7 og aðsetur er að Dalshrauni 9 í Hafnarfirði. Vefsíða: www.isotech.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd