Ístex

2022

Íslenskur textíliðnaður hf. (Ístex hf.) er ullarvinnslufyrirtæki sem vinnur að því að skapa sem mest verðmæti úr íslenskri ull.

Starfsemin
Markmið Ístex er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Það liggja fjölmörg tækifæri í nýtingu íslensku ullarinnar. Ístex leggur sig fram um að skapa vettvang fyrir þessi tækifæri. Þetta eru margslungin verkefni sem eru unnin í samstarfi við bændur, hönnuði, innlenda og erlenda framleiðendur. Ístex er opið fyrir hugmyndum og frekara samstarfi.
Ístex kaupir ull beint frá bændum en félagið safnar, þvær og meðhöndlar um 99%. Ístex miðar að því að lágmarka umhverfisáhrif sín. Þvegin ull frá Blönduósi er vottuð samkvæmt OEKO-TEX 100 staðli.
Fyrirtækið rekur ullarþvottarstöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnsla í Mosfellsbæ hefur staðið samfleytt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Ístex hf tók við starfseminni árið 1991. 

Eigendur og starfsfólk
Fjöldi hluthafa eru 2477 og eiga bændur meira en 80% hlut í Ístex. Hjá Ístex starfa um 50 manns. Stjórnarformaður er Gunnar Þórarinsson, framkvæmdastjóri er Sigurður Sævar Gunnarsson og verksmiðjustóri spunaverksmiðju er Jón Haraldsson. Sölustjóri er Rebekka Kristjánsdóttir, aðalhönnuður er Védís Jónsdóttir og gæða- og þróunarstjóri er Sunna Jökulsdóttir.

Framleiðsla
Ístex býr til ullarband fyrir handprjón, vélprjón og vefnað úr íslenskri ull. Má nefna Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Ístex gefur út Lopahandprjónabækur með fjölbreyttri hönnun fyrir prjónara. Þá framleiðir Ístex ullarteppi, Lopiloft einangrun, sængur og kodda úr íslenskri ull. Vörur Ístex eru seldar víða um heim undir vörumerkinu Lopi.

Stjórn

Stjórnendur

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd