Fasteignafélagið Íþaka

2022

Íþaka ehf. er fasteignafélag sem rekur og leigir út atvinnuhúsnæði. Eignasafn félagsins er fjölbreytt úrval vel staðsettra fasteigna á höfuðborgarsvæðinu. Stærsti hluti safnsins samanstendur af skrifstofuhúsnæði eða um 60% af fermetrum.

Eignasafnið
Eignasafn fasteignafélagsins Íþöku telur um 75.000 fermetra, um 80% leigutaka félagsins eru opinberir aðilar og stór fyrirtæki og um 60% eigna félagsins eru leigðar undir skrifstofustarfsemi.Ríflega 50% leigusamninga eru til 10 ára eða lengri tíma. Félagið rekur fasteignir sínar einkum í tveimur dótturfélögum, Íþöku fasteignum ehf. og Rit og bókum ehf. varð til við sameiningu sex fasteignafélaga í samstæðu móðurfélagsins, Mókolls ehf., á árinu 2018.
Kjölfestueignir í eignasafni félagsins eru:
Grjótháls 5, Reykjavík, sem stoðtækjafyrirtækið Össur hf. leigir.
Þórunnartún 1 við Höfðatorg, Reykjavík, leigutaki er Fosshótel Reykjavík ehf.
Katrínartún 4 við Höfðatorg, Reykjavík, meðal leigutaka þar eru Greiðslumiðlun Íslands ehf.Biskupsstofa, Kirkjuhúsið, Landskerfi bókasafna hf., Bókun ehf., Genuity Science (Iceland) hf. o.fl.
Norðlingabraut 12, Reykjavík, sem er fimleikahús Fylkis og leigt af Reykjavíkurborg.
Laugavegur 95-99, Reykjavík, leigjandi er Miðbæjarhótel ehf. (Center hotels).
Lyngháls 4, Reykjavík, sem er að stærstum hluta leigt af verkfræðistofunni Eflu ehf.
Auk þess leigir félagið ýmsum opinberum aðilum og félögum húsnæði undir starfsemi sína, t.d. Pólska sendiráðiðinu, Bankasýslu ríkisins, Staðlaráði Íslands, Íslandsbankia, Borgun o.fl.

Eigendur og stjórnendur
Móðurfélag fasteignafélagsins Íþöku er einkahlutafélagið Mókollur ehf. Eigandi félagsins er Pétur Guðmundsson og gegnir Pétur stjórnarformennsku í félaginu og dótturfélögum þess. Systurfélag Íþöku er byggingarfélagið Eykt ehf. (stofnað 1986) sem sér um alla mannvirkjagerð fyrir félagið. Forsvarsmenn félagsins, Pétur Guðmundsson stjórnarformaður og Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri hafa samtals um 40 ára reynslu af útleigu og rekstri sambærilegra mannvirkja.

Skipulag og starfsfólk
Fasteignafélagið Íþaka ehf. er með eigin þjónustudeild sem stýrt er af þjónustustjóra félagsins, Ólafi Inga Ólafssyni. Þjónustudeild hefur umsjón með viðhaldi fasteigna félagsins sem er úthýst verkefni og rekið í samstarfi við systurfélagið, byggingarfélagið Eykt ehf.
Fjármálastjóri Íþöku er Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur.

Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð
Stjórn og stjórnendur Íþöku gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í tengslum við mannréttindi og siðferðislega hegðun fyrirtækja. Íþaka er þekkingarfyrirtæki og stjórnendur félagsins ætla að leggja sitt af mörkum til aukinnar sjálfbærni í íslensku samfélagi. Umhverfisvernd og vitund um sjálfbæra framtíð er leiðarljós sem stjórnendur félagsins vilja fylgja.

Heilsa og velferð – heilnæmar og vistvænar byggingar
Með heilnæmum og vistvænum byggingum vill fasteignafélagið Íþaka auka gæði bygginga, skapa öruggt og gott umhverfi og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Íþaka leggur áherslu á heilsuvernd, vistvæn byggingarefni, hagkvæma nýtingu auðlinda og að í byggingum félagsins sé ávallt tryggt aðgengi fyrir alla. Með skýrum markmiðum um vistvæna hugsun er stuðlað að góðri heilsu og aukinni velferð starfsfólks og leigutaka félagsins.

Gildi og mannauður
Gildi Íþöku eru áreiðanleiki og traust.
Lögð er áhersla á að í allri starfsemi Íþöku séu gildi félagsins höfð að leiðarljósi. Meginmarkmið félagsins í mannauðsmálum er að Íþaka hafi jákvætt, metnaðarfullt, vel menntað starfsfólk sem er hæft í mannlegum samskiptum. Íþaka hefur skýra sýn varðandi endurmenntun og er starfsfólk hvatt til þess að auka við þekkingu sína með námskeiðum sem kunna að styrkja þau í starfi fyrir félagið.

Aðsetur
Fasteignafélagið Íþaka er með aðsetur að Lynghálsi 4, Reykjavík.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd