Fyrirtækið var stofnað í Bolungarvík í apríl árið 1985. Stofnendur eru bræðurnir Flosi Valgeir Jakobsson og Finnbogi Jakobsson. Eigendur að Jakobi Valgeir ehf. eru nú Jakob Valgeir Flosason, Guðbjartur Flosason og Brynjólfur Flosason. Framkvæmdastjóri er Jakob Valgeir Flosason. Jakob Valgeir ehf. er hluthafi í Iceland Seafood, Klofningi, Fiskmarkaði Vestfjarða og Iceland Westfjords Seafood.
Starfsemin
Í gegnum tíðina hafa orðið umtalsverðar breytingar á rekstrinum. Fyrstu árin störfuðu 6 manns hjá fyrirtækinu en í dag eru starfsmenn um 120. Gerðir eru út 3 bátar, togarinn Sirrý ÍS 36 og tveir línubátar, Jónína Brynja ÍS 55 og Fríða Dagmar ÍS 103. Félagið á einnig snurvoðarbátinn Þorlák ÍS 15 og er hann leigður út. Á árinu 2020, hafði félagið um 5700 þorskígildistonn til ráðstöfunar. Jakob Valgeir ehf. hefur sérhæft sig í vinnslu léttsaltaðra þorskafurða sem fluttar eru nær eingöngu til Spánar, Ítalíu og Brasilíu. Sérstaða fyrirtækisins á samkeppnismarkaðnum er bitaniðurskurður. Hráefni er að mestu fengið af eigin bátum.
Staða Jakobs Valgeirs ehf. verður að teljast mjög góð. Í dag er verið að ljúka við 2500 fm viðbyggingu. Stefnan er að auka framleiðslugetuna umtalsvert ásamt því að tæknivæðast.
Aðild og viðurkenningar
Jakob Valgeir ehf. er aðili að SFS, SA, SSU og KIS.
Fyrirtækið hefur verið í hópi fyrirmyndarfyrirtækja á Creditinfo listanum síðastliðin 3 ár.
COVID-19
Á tímum heimsfaraldursins hefur verið farið að tillögum sóttvarnayfirvalda og viðbragðsáætlun fylgt.
Markaðs- og samfélagsmál
Markaðsmál Jakobs Valgeirs ehf. fara alfarið í gegnum Iceland Seafood. Fyrirtækið er hins vegar öflugur stuðningsaðili ýmissa félagssamtaka og íþróttafélaga í heimabyggð.
Aðsetur
Fyrirtækið er til húsa að Grundarstíg 5 í Bolungarvík. www.jv.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd