JGK Tech

2022

PIPEFERRET eru litlar fjarstýrðar skriðvélar, útbúnar myndavélum og loftfræsurum. Þær eru almennt kallaðar fræsarar. Helsta notkunarsvið þeirra er við endurnýjun lagna með graftarlausri klæðningartækni.

Sagan
Árið 1990 flytur Jón Guðni Kristinsson fyrstur manna til Íslands graftarlausa klæðningartækni til þess að endurnýja skólplagnir. Samhliða því að endurnýja lagnakerfi Reykjavíkurborgar hóf Jón Guðni að þróa sína eigin fræsara. Árið 2007 var JGK TECH stofnað og vörumerkið PIPFERRET skrásett. Í dag býður PIPEFERRET upp á þrjár stærðir af fræsurum og klæðningartækni fyrir hliðargreinar sem byggir á útfjólublárri ljóstækni.
Frá byrjun hefur JGK TECH verið leiðandi í fræsaratækni og sífellt leitast eftir að gera tækin hagkvæmari og betri. Sem dæmi má nefna að við seljum minnsta sjálfkeyrandi fræsarann, sem býr yfir meiri breidd hvað stærðir á lögnum varðar en samkeppnisaðilarnir bjóða upp á, og að lokum eru tækin okkar eru þau einu sem eru útbúin Wifi sendi til að auðvelda öll samskipti og skapa fleiri notkunarmöguleika fyrir kaupandann.
Árið 2014 tók JGK TECH þátt í rannsóknar og hönnunarverkefni á vegum Evrópusambandsins Horizon 2020/ Micromole. Verkefnið fólst í að hanna og smíða fjarstýrða skriðvél sem gæti keyrt inn í lögn, komið skynjurum sem segja til um hvort fíkniefnaframleiðsla eigi sér stað á svæðinu. Hlutverk JGK TECH var að hanna og smíða skriðvélina, verkfærið framan á hana, klemmuna sem hýsir skynjarana. Árið 2018 var fulltrúum Evrópusambandsins sýnd frumgerð af tækinu sem virkaði fullkomnlega og niðurstaðan varð sú að verkefnið hefði verið vel heppnað og árangursríkt.
Á íslandi er JGK TECH með skrifstofur og söludeild. Framleiðsla á íhlutum fræsaranna fer fram út um allan heim. Samsetning á sér stað á verkstæði JGK TECH í Svíþjóð.
JGK TECH er með sjálfstæða sölu- og dreifingaraðila í Norður Ameríku, Evrópu og Ástralíu. Þeir sjá um að kynna, selja og þjónusta PIPEFERRET tækin á sínum áhrifasvæðum

Framtíðarsýn
Það eru spennandi tímar í heimi smávaxinna véla. Öll tæki eru farin að verða minni, sjálfvirkari og betur búin til þess að leysa sömu verkefni á ódýrari og skilvirkari hátt. JGK TECH mun taka fullan þátt í að móta og keyra áfram þessa byltingu. Við erum farin að huga að annari kynslóð PIPEFERRET fræsara og er hugmyndavinnan í kringum þá komin af stað.
Annað þróunarverkefni á vegum Evrópusambandsins er einnig á byrjunarstigi, en það felst í að þróa áfram sjálfvirkni í litlum tækjum til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hryðjuverkum og umhverfisvá.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd