JÓ lagnir sf. er stofnað 20. september 2000. Stofnendur eru Jón Auðunn Kristinsson og Óskar Friðbjörnsson með fyrirtækin Kristinn Auðunsson ehf. og Lagnaleiðir efh. sem eiga (50% hver hlutur) í JÓ lögnum sf. Eigendur voru búnir að starfa saman í mörg ár áður en þeir stofnuðu sameiginlegt fyrirtæki og lærðu pípulagnir hjá Kristni Auðunssyni pípulagningameistara. Hann rak verslun og innflutning með vörur sem tengjast pípulögnum ásamt strarfsmannahaldi. Markmið með stofnun fyrirtækisins var að sinna almennum pípulögnum í hita-, vatns- og frárennslislögnum. Jón Auðunn og Óskar eru útskrifaðir meistarar í pípulögnum, Jón árið1996 og Óskar árið1992.
Áherslur og markmið
Áherslur og makmið fyrirtækisins hefur smásaman breyst í tímans rás þar sem fyrirtækið hefur sérhæft sig meira í uppsetningum og búnaði fyrir sundlaugar og stærri snjóbræðslukerfi. Einning hefur okkar markmið verið að þjónusta fyrirtæki og stofnanir, t.d Reykjalund, Mosfellsbæ, Símann, Mílu, Olís og Sölufélag Garðyrkjumanna. Okkur hefur tekist að sinna þjónustu við mörg góð fyrirtæki ásamt því að vinna fyrir einkaaðila við nýlagnir í einbýlsihúsum. Fyrirtækið hefur sett upp margar sundlaugar frá ítalska fyrirtækinu Mirta pool, stállaugar, hreinsitæki og dælur og hafa eigendur farið erlendis til þjálfunar við uppsetningu á sundlaugum þessum og má þar nefna t.d. Borgarnes, Stykkishóm, Þórshöfn, sundlaug að Reykjalundi, Borg í Grímsnesi og NLFÍ í Hveragerði. Við sáum um allar tengingar við hreinsitæki, dælur og lagnir í sundlaug Þorlákshafnar og Grafarvogslaug t.d.
Áðsetur og starfsfólk
Fyrirtækið keypti húsnæði að Askalind 8 í Kópavogi árið 2001 en flutti í stærra húsnæði að Smiðjuvegi 11e árið 2014, þar sem það er nú með skrifstofur og verkstæði. Starfsmannafjöldi hefur verið að meðaltali 6 til 8. Menntun starfmanna er meistara- og sveinspróf í pípulögnum og lærlingar í faginu ásamt aðstoðarmönnum. Fyrirtækið hefur útskrifað marga sveina undanfarin ár. Starfsmannafélag hefur verið starfandi og hafa starfsmenn og makar farið í nokkrar ferðir erlendis. Einnig hafa JÓ lagnir haldið ár hvert jólafagnað þar sem við höfum boðið viðskipavinum og velunnurum til veislu sem hefur verið vel tekið og er sífellt vinsælli. Velta og hagnaður félagsins hefur aukist smátt og smátt með hverju árinu og teljum við að sígandi lukka sé best og aðhaldsemi í fjárfestingum eigi best við. Gott að vera með eigið húsnæði, bíla, verkfæri við hæfi og góða starfsaðstöðu. Stofnendur leggja mikla áherslu á að vera með besta efni og vélar sem völ er á á hverjum tíma.
Við teljum að þegar vinna minnkar þá er þjónusta við fyrirtæki og stofnanir lykill að velgengni enda hefur aldrei verið verkefnaskortur hjá fyrirtækinu. Stofnendur hafa lagt ríka áherslu á fjölhæfa menntun starfsmanna, breytingar á lögnum, nýlagnir, hitasýringar og stjórnstöðvar.
Einkunnarorð fyrirtækisins eru: Þjónusta, reynsla, þekking.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd