Jón Ingi Hinriksson ehf. er verktakafyrirtæki með vörubíla, trailera og flestar gerðir vinnuvéla. Fyrirtækið er með heimili og aðsetur í Mývatnssveit og er það að mestu vinnusvæðið en aðeins hefur verið farið út fyrir það. Það vinna að jafnaði 10-12 manns hjá fyrirtækinu en geta verið fleiri yfir sumartímann.
Starfsemin
Fyrirtækið hefur unnið mikið fyrir Skútustaðahrepp, Vegagerðina, Landsnet, Landsvirkjun og ýmsa fleiri. Unnin hefur verið undirvinna við gerð bygginga, vegagerð, línuvega, göngustíga og margt fleira. Fyrirtækið sér einnig um snjómokstur fyrir Vegagerðina á þjóðvegi 1 hér í héraði.
Fyrirtækið hefur líka rekið bifreiðaverkstæði og bílaleigu í 3 ár.
Stofnendur og eignir
Fyrirtækið var stofnað af hjónunum Jóni Inga Hinrikssyni og Hrafnhildi Geirsdóttur árið 1994. Fyrst var það rekið á eigin kennitölu Jóns Inga en 2008 var stofnað einkahlutafélag og fékk það nafnið Jón Ingi Hinriksson ehf. Eignirnar voru einn vörubíll og ein traktorsgrafa í upphafi. Eignastaðan hefur breyst með auknum umsvifum og hefur bílum og tækjum fjölgað nokkuð.
Viðurkenningar og framtíðarsýn
Fyrirtækið hefur fengið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki undanfarin ár og erum við afar stolt af því.
Framtíðarsýn er ósk um að áfram verði nóg af verkefnum og gott vinnuumhverfi.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd