Jónsmenn ehf. var stofnað þann 1. mars 2006 af þeim Sigurði Steinari Sigurbjörnssyni, Þóri Óskari Guðmundssyni, Helga Sveini Heimissyni og Hermanni Meldal Arnþórssyni. Eignarhald fyrirtækisins breyttist og í dag eru það, þeir Þórir Óskar og Helgi Sveinn sem eru eigendur þess. Við stofnun var fyrirtækið staðsett að Miðási 4 á Egilsstöðum, en árið 2008 var það flutt að Miðási 23. Ásamt því, eiga Jónsmenn einnig gamla Ingimarshúsið, en það var keypt árið 2021.
Starfsemin
Jónsmenn er öflugt fyrirtæki í mannvirkjagerð. Frá stofnun hefur verkefnum fjölgað jafnt og þétt og hafa Jónsmenn þurft að bæta við fleiri tækjum og tækjabúnaði í takt við þau verkefni sem hafa bæst við til þess að geta sinnt þeim. Í dag starfa 8 manns hjá fyrirtækinu.
Veltan hefur aukist ár frá ári.
Jónsmenn eru aðilar að Samtökum iðnaðarins
Árið 2020 var Jónsmönnum veitt viðurkenning frá Credit Info fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki. En til þess að teljast framúrskarandi þá eru ýmis ströng skilyrði sem fyrirtækið þarf að uppfylla.
Samfélagsleg ábyrgð
Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið sýnt samfélagslega ábyrgð sem ýmsum stuðningi við góð málefni.
Framtíðarsýn
COVID-19 fór væntanlega ekki framhjá neinum árið 2020 og að sjálfsögðu gripu Jónsmenn til viðeigandi ráðstafana í þeim efnum. Í dag er staða fyrirtækisins mjög góð og nóg að gera. Því er ekki annað hægt en að líta björtum augum á framtíðina því næg verkefni eru framundan.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd