Vélaverkstæði JG hóf störf árið 1997 á Dalvegi 26, í gamla frystihúsinu í Kópavogi. Aðal starfsemin var viðgerðir á sláttuvélum og öðrum minni vélum og bensínmótorum. Stofnandi fyrirtækisins er Jón Guðbjörnsson. Ýmsir starfsmenn störfuðu með Jóni yfir sumartíma, þar á meðal börn Jóns þau, Jón Arnar, Sigurður Arnar og Svana Björk.
Árið 2000 byrjaði Sigurður Vilhjálmsson að starfa með Jóni og varð síðar annar eigandi fyrirtækisins. Fyrirtækið var síðan skráð sem ehf fyrirtæki árið 2001 og nafninu var breytt í kjölfarið í Vélaverkstæði JS. Fljótlega kom dóttir Sigurðar, Eva Arnet, til starfa í fyrirtækinu og hefur hún starfað þar meira og minna til ársins 2021. Í gegnum tíðina hafa ýmsir starfsmenn unnið yfir sumartímann, með þeim Jóni og Sigurði, þegar mest er að gera. Þetta er mikið fjölskyldufyrirtæki og hafa yngri fjölskyldumeðlimir fengið sumarvinnu, þar á meðal sonarsynir Jóns, þeir Daníel Heiðar og Jón Karl Jónssynir.
Starfsemin
Á þessum árum hefur mikil járnsmíðavinna farið fram hjá fyrirtækinu til dagsins í dag. Einnig hefur fyrirtækið framleitt díóðuljósakrossa fyrir leiði og ýmsar ljósaskreytingar fyrir bæjarfélög og fyrirtæki frá árinu 2003. Um þetta leyti var nafni fyrirtækisins breytt og heitir það JS ljósasmiðjan í dag. Frá september og fram í janúar er ljósavinna aðalstarfsemi fyrirtæksins í dag.
Aðsetur
Árið 2006 flutti vélaverkstæðið yfir í húsnæði í Garðabæ til ársins 2009. Þá flutti það á Skemmuveg 34 í Kópavogi og er það staðsett þar í dag.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd