K-Tak ehf. var stofnað árið 1993 af Knúti Aadnegard sem áður hafði starfað sem sjálfstæður verktaki frá árinu 1975. Knútur keypti síðan í samstarfi við félaga sína Brodda Þorsteinsson og Ingimar Jóhannsson Trésmiðjuna Ás árið 1978 sem þá var í eigu Ísaks Árnasonar byggingarmeistara. Eftir að því samstarfi lauk þá vann hann sjálfstætt sem byggingarverktaki til 1993, þegar hann stofnaði fyrirtækið K-Tak ehf. Í dag er fyrirtækið í eigu Knúts og sonars hans Harðar Snævars. Knútur er húsasmíðameistari og framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Hörður Snævar er lærður húsasmíðameistari og byggingariðnfræðingur og sér um verkstjórn á framkvæmdum fyrirtækisins.
Aðsetur og starfsfólk
K-Tak ehf. er til húsa að Borgarflöt 3 á Sauðárkróki, þar er starfrækt trésmíðaverkstæði.
Um 15 manns vinna hjá fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu er starfsmannafélag sem saman stendur af starfsmönnum K-Tak ehf. sem beitir sér fyrir afþreyingu fyrir félagsmenn sína.
Starfsemin
Starfsemi fyrirtækisins hefur verið fjölbreytt, mikið hefur verið unnið við uppbyggingu í nærliggjandi sveitum, auk framkvæmda fyrir einstaklinga, auk stærri verkefna fyrir Sveitar-félagið Skagafjörð og ríkisfyrirtæki og fleiri. Fyrirtækið sinnir endurbótum og viðgerðum á húsum fyrir einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu.
Verkefnin
Nýlokið er vinna við nýjar spennustöðvar fyrir Landsnet á Sauðárkróki og Varmahlíð og aðveitustöð fyrir Rarik á Sauðárkróki.
Í dag er verið að byggja nokkur einbýlishús, auk hesthúss og reiðhallar. Hafnar eru framkvæmdir á íbúðar- og iðnaðarhúsnæði sem verið er að breyta í stakar íbúðir. Eins eru að hefjast framkvæmdir við byggingu parhúss á vegu fyrirtækisins.
Afkoma og framtíðarsýn
Vöxtur fyrirtækisins hefur verið góður hin síðari ár. Rekstrartekjur félagsins hækkuðu um 22% milli 2019 og 2020. Framtíð fyrirtækisins er björt og útlit fyrir næg verkefni ef tekst að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd