Kaffi Hornið

2022

Kaffi Hornið var opnað árið 1999 sem veitingastaður, kaffihús og bar. Núverandi eigendur eru hjónin Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Ernesto Jose Barboza, sem keyptu staðinn 7. mars 2018. Fjöldi starfsmanna er breytilegur eftir árstíma. Nú orðið er Kaffi Hornið með heilsársopnun sem ekki var raunin á árum áður. Það má rekja til mikillar fjölgunar ferðamanna.

Starfsfólk og aðsetur
Kaffi Hornið er rekið af þeim hjónum Jóhönnu Björg og Ernesto. Dóttir þeirra er einnig að byrja að starfa með þeim. Fjölskyldan gengur í öll störf. Það er í mörg horn að líta eins og að þjóna, elda, þrífa og undirbúa. Þá er bókhaldsvinnan eftir. Nú er Kaffi Hornið með 8 starfsmenn í fullu starfi og nokkrir skólakrakkar í hlutastarfi. Flestir hafa starfsmenn orðið 18.
Kaffi Hornið er að Hafnarbraut 42 á Höfn í Hornafirði og er opið alla daga frá 11.30 til 22.00. kaffihornið.is

Hráefni
Aðföng koma úr heimahéraði eftir því sem kostur er en einnig þarf að kaupa inn frá heildsölum að sunnan eða norðan. Humar er aðalhráefni veitingastaðarins. Kaffi Hornið býður upp á rétti gerða úr besta fáanlega hráefni á hverjum tíma. Kaffi Hornið er við aðalgötu Hafnar, steinsnar frá höfninni þar ferskt sjávarfang er í boði daglega. Auk sjávarétta er í boði fjölbreytt úrval rétta svo sem lambakjöt og nautakjöt. Súpa dagsins ásamt heimabökuðu brauði stendur til boða þeim sem vilja fá sér létta máltíð í hádeginu. Matseðillinn er fjölbreyttur og þeir sem kjósa heldur grænmeti eða veganrétti haft úr nægu að velja.

Staðurinn
Í húsnæðinu er hátt til lofts og vítt til veggja og þægileg sæti. Kaffi Hornið er í margra augum sælkerastaður með íslenska humarinn sem topp á matseðlinum. Hann þykir lostæti og nýtur sífelldra vinsælda okkar viðskiptavina, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna.
Ferskur fiskur, veiddur samdægurs, sem og lambakjöt, nautakjöt og kjúklingur frá næstu bæjum tryggir ferskleika og gæði matarins sem Kaffi Hornið hefur á boðstólum. Umsagnir margra viðskiptavina gleðja starfsmenn okkar eins og sést af eftirfarandi kveðjum:

Umsagnir viðskiptavina
„Excellent food and service“
Try the lobster bisque, it’s a must have. It’s creamy but not too rich, full of flavor with nice chunks of Lobster, simply delicious! We also had the salted cod and lobster pizza both very good. The pizza had pine nuts and was topped with arugula. The service was excellent and the owner even came out to chat with us. Such a lovely treat in a beautiful Icelandic town.
„Happy in Hofn“
We had a vey nice lunch at Kaffi Hornid today. From the outside, KH looked clean and simple and modest. The food inside was anything but modest – full of rich flavors, delicately prepared with great care and beautiful presentation. The staff was friendly and helpful and helped us with Icelandic pronunciations! We enjoyed our meal and highly recommend the kind hospitality in Hofn.
„Excellent food”
They’ve got the best lobster soup in Iceland. After four different restaurants in Iceland I’d say they have the nicest soup. Meat was tender. The waiter adviced us with the wine. Prices are ok if you consider you are in Iceland.

Framtíðarsýn
Eigendur eru hóflega bjartsýnir á framtíðina en vonirnar eru bjartari eftir því sem Covid-áhrifin dvína. Heimsfaraldurinn hefur að sjálfsögðu haft sín áhrif og leitt til styttri opnunartíma staðarins, vonandi tímabundið.

Samfélagsmál
Kaffi Hornið sýnir samfélagslega ábyrgð með því að styðja við félög í heimabyggð svo sem íþróttastarf, björgunarsveitina og fleira.

Hafnarbraut 42
780 Höfn í Hornafirði
4782600
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd