Katla byggingafélag

2022

Bygginga- og verktakastarfsemi í Eyfirskum byggðum.
Félagið var stofnað sem hlutafélag 30. ágúst 1985 af hjónunum Sveini Jónssyni og Ásu Marinósdóttur, börnum þeirra og Elíasi Höskulddssyni. Í dag er Jón Ingi Sveinsson stærsti hluthafinn. Fyrirtækið byggði árið 1984-1985, aðstöðuhús að Melbrún 2. Þar er meðal annars vélaverkstæði, trésmíðaverkstæði og skrifstofa.

Verkefnin eru víða á Eyjafjarðarsvæðinu og skiptast á milli einstaklinga og ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga, allt frá Grímsey til innstu Eyjafjarðardala og eru misstór að umfangi og fjölbreytileika. Má þar nefna byggingu sumarhúsa, íbúðarhúsa og allt til verslunar- og skólahúsa. Gatna- og hafnargerð og hvers konar þjónusta, vetur og sumar við sveitarfélagið, ásamt fjölbreyttri þjónustu við kvikmyndagerð víða um land.
Seinni árin hefur véla- og bílaútgerð verið umfangsmeiri þáttur í rekstri fyrirtækisins.
Einnig hefur vinna aukist í sambandi við undirverktaka og aðra samstarfsaðila vegna þess hve verkefni eru misjafnlega mannfrek og umfangsmikil og þurfa að vinnast hratt og á ýmsum tímum árs.
Framkvæmdarstjóri er Jón Ingi Sveinsson, byggingastjóri Elías Þór Höskuldsson, stjórnar-formaður Sveinn Jónsson og skrifstofustjóri Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir.
Katla ehf. Melbrún 2, 621 Dalvíkurbyggð.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd