Vinnuvélasafn Konráðs Vilhjálmssonar eða Konnasafn ehf. er vinnuvélasafn sem var stofnað var af Konráði Vilhjálmssyni og afkomendum hans. Óformlega var safnið stofnað árið 1984. Konnasafn ehf. var formlega stofnað árið 2009. Höfuðstöðvar Konnasafns eru á Moldhaugnahálsinum rétt utan Akureyrar. Fyrsta skóflustungan að Konnasafni var tekin 9. júlí árið 2011 í landi Skúta. Skóflustunguna tók Valgerður Sigurbergsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldassyni þáverandi sveitarstjóra í Hörgársveit. Brynjólfur Snorrason er safnvörður/safnstjóri Konnasafns
Vinnulag og framleiðsluferli
Konnasafn á nú yfir 300 vélar og bætast sífellt fleiri vélar í safnið. Margar vinnuvélarnar eru gangfærar. Flest tækin á safninu eru líkt og nafnið gefur til kynna vinnuvélar af ýmsum stærðum og gerðum. Á meðal annarra safngripa eru jarðýtur, hjólaskóflur, gröfur, heflar, traktorar, valtarar, borir, vörubílar ásamt ýmsum öðrum tengdum tækjabúnaði. Tækin koma víðsvegar að og farið er út um land allt til að sækja gamlar vinnuvélar í allskonar ástandi. Sumar þeirra þarf að grafa upp eftir að þær hafa verið dysjaðar en því fylgir oft mikil vinna að ná upp gerseminni.
Skipulag og sérstaða
Markmið Konnasafns er að varðveita sögu vinnuvéla og vinnuvélstjóra á Íslandi með því að halda upp á og skrá söguna. Konnasafn safnar brotajárni og skiptir við brotajárnsfyrirtækin á safngripum sem koma til eyðingar. Mjög gott samstarf er við þau brotajárnsfyrirtæki um þetta þar sem að þeir sem þar vinna geta oft ekki hugsað sér að farga merkilegum vélum.
Safninu hafa borist ótal margar gamlar myndir af vélum sem eru í eigu safnsins, þegar þær voru upp á sitt besta. Í framtíðinni geta gestir því skoðað gömlu vinnuvélarnar ásamt mynd og þannig séð hvernig vélarnar hafa breyst í gegnum árin. Konnasafn heldur úti vefsíðu vinnuvelasafn.is. Velunnarar Konnasafns eru margir og á ári hverju kemur fjöldi manns til að skoða vélarnar.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn Konnasafns er byggja utan um starfsemi safnsins á Moldhaugnahálsi rétt utan Akureyrar, annarsvegar að reisa hús sem yrði gestamóttaka með salernisaðstöðu þar sem rútur og ferðamenn gætu komið og borgað aðgangseyri fyrir að skoða safnið og gætu jafnvel keypt veitingar og hins vegar að byggja hús utan um safngripina og sprengja svo hvelfingar inn í bergið við hliðina á safninu. Þar inni verði svo stærstur hluti safngripanna geymdur.
Það er svo hugmynd að fara í samstarf við Arngrím Jóhannsson sem er með Norðurslóðasafnið um að hýsa starfsemi þess einnig á sama stað. Þessu tengt þá koma fleiri söfn á þessu sama svæði eins og saumavélasafn Vilborgar Daníelsdóttir, landbúnaðarsafn, bátasafn og gömul hús til varðveislu. Einnig verður þarna markaðstorg og nytjamarkaður. Einnig er áætlað að vera með vinnuvélaskóla tengdu safninu á svæðinu. Þar verði kennt á nútíma vinnuvélar og gps tækni, einnig farið yfir viðhald, öryggismál og notkun tækja. Konnasafn hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum árin og líkt og áður segir fjölgar safngripum á ári hverju.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd