Kopar og Zink ehf. var stofnað í Reykjavík í maí 2003 af Kristjáni Viborg og Gunnari Frey Freyssyni, en Gunnar var keyptur út úr fyrirtækinu árið 2007. Fyrirtækið er í dag í eigu Kristjáns Viborg blikksmíðameistara og Margrétar Fríðu Unnarsdóttur skrifstofustjóra. Að meðaltali starfa hjá fyrirtækinu 8-12 manns.
Kopar og Zink var lengst af staðsett í leiguhúsnæði að Eldshöfða 18 en flutti í apríl 2018 í eigið húsnæði að Flugumýri 30, 270 Mosfellsbæ. Nýja húsnæðið hefur stórbætt alla aðstöðu fyrirtækisins en það er um 300 fm að stærð og með gott útisvæði. Sjá kogz.is
Starfsemi og verkefni
Fyrirtækið sérhæfir sig einkum í læstum veggklæðningum, þakklæðningum, loftræstingum, uppsetningu á rennum og niðurföllum ásamt allri almennri blikksmíðavinnu.
Kopar og zink ehf. hefur lagt þök og veggklæðningar úr áli, kopar og zink víða um land. Má þar nefna álklæðningu á Hafnarstræti og við Frakkarstíg, koparþak á Háteigskirkju ásamt koparþaki á hús við Tjarnargötu, zinkklæðningu á Þjóðskjalasafnið, Mýrarhúsaskóla ásamt Klettaskóla. Kopar og zink ehf. hefur einnig unnið við klæðningar á fjölmörg einbýlishús en þar á meðal má nefna einbýlishús með titanium klæðningu. Meðal annara verkefna fyrirtækisins hefur verið vinna við loftræstingar, aðallega í fjölbýlishúsum, í samvinnu við Mótx og Byggingafélagið Bakka.
Fyrirtækið hefur tekið að sér mörg verkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Til dæmis Whale watching centre á Húsavík, Hólmavíkurkirkju, Jaðar hjúkrunar- og dvalarheimili í Ólafsvík, ásamt ýmsum verkefnum við hin fjölmörgu sumarhús á Suður og Vesturlandi.
Blikksmiðjan Kopar og Zink er vel útbúið tækjum og er meðal annars búin að fjárfesta í nýrri beygjuvél og völsunarvél fyrir læstar klæðningar ásamt öðrum sérhæfðum verkfærum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd