KPMG á Íslandi er stærsta ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki landsins með traustan grunn og glæsta framtíð. Það starfa um 280 manns hjá félaginu, starfsfólkið býr um allt land og vinnustaðirnir eru 16 talsins. Í dag eru flest störf hjá KPMG án staðsetningar og því er vinnufyrirkomulag sveigjanlegt og tekur mið af þörfum starfsfólks hverju sinni.
Mannauður
Starfsfólk er með víðtæka menntun og reynslu. Hjá KPMG starfa lögfræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar og annað fagfólk. Löggiltir endurskoðendur eru tæplega 50 talsins. Félagið hefur markað sér þá stefnu að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum og að fyllsta jafnræðis sé gætt á milli starfsmanna. Með því móti er stuðlað að tryggð, góðum starfsanda og jákvæðum viðhorfum í hvívetna.
Aðsetur
Höfuðstöðvar KPMG á Íslandi eru að Borgartúni 27 í Reykjavík en auk þess eru reknar starfsstöðvar í 15 öðrum sveitarfélögum sem eru: Akureyri, Dalvíkurbyggð, Múlaþing, Fjarðarbyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður, Rangárþing ytra, Vestmannaeyjabær, Árborg, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Stykkishólmsbær, Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagafjörður.
Starfsemin
KPMG er alþjóðlegt net fyrirtækja sem veita sérfræðiþjónustu og ráðgjöf á sviði endurskoðunar, fyrirtækjaráðgjafar, skattaráðgjafar og bókhaldsþjónustu. Lögfræðiráðgjöf er nú komin til KPMG Law á Íslandi sem er fullgild lögmannsstofa með sérfræðingum sem búa yfir mikilli reynslu á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Lögmannsstofan starfar náið með sérfræðingum KPMG ehf. og getur á þeim grundvelli veitt mjög breiða og víðtæka þjónustu. Í neti KPMG fyrirtækja vítt og breitt um heiminn er fyrirtækið vinnuveitandi 227.000 starfsmanna í 146 löndum.
Söguágrip
Forveri KPMG á Íslandi var fyrirtækið Endurskoðun hf. sem hóf starfsemi árið 1975. Stofnun þess og eignarhald var í höndum Guðna St. Gústafssonar, Helga V. Jónssonar og Ólafs Nilssonar ásamt eiginkonum. Árið 1978 bættist Sveinn Jónsson síðan við sem meðeigandi. Allir voru þeir meðal virtustu endurskoðenda landsins og með góðan bakgrunn og reynslu. Helgi var fyrrum hæstaréttarlögmaður og borgarendurskoðandi, Ólafur fyrrum skattrannsóknastjóri, Sveinn fyrrum aðstoðarseðlabankastjóri en Guðni hafði hins vegar verið sjálfstætt starfandi í sínu fagi. Árið 1985 fór Endurskoðun hf. út í samstarf með fyrirtækinu KMG (Klynveld Main Gordeler). Árið 1987 rann sá rekstur saman við annað fyrirtæki, PMI (Peat Marvick International), og með því varð til risasamsteypa KPMG International sem í dag er ein sú stærsta á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Á sama tíma var tekin sú ákvörðun að breyta nafni Endurskoðunar hf. í KPMG hf.
Skipulag starfseminnar
Starfsemi KPMG byggir í dag á fjórum sviðum sem eru: endurskoðun og reikningsskil, skattar, ráðgjöf og bókhald.
Endurskoðun og reikningsskil: Helstu verkefni eru áritanir árs- og árshlutareikninga ásamt annarri staðfestingarvinnu.
Skattar: Veitum alhliða ráðgjöf á sviði skattamála. Starfsfólk býr að mikilli þekkingu og reynslu á sínu sviði sem nýtist vel í þágu fyrirtækja og einstaklinga. Þjónustan hentar fyrirtækjum af öllum stærðargráðum og gildir einu hvort þau starfa hér heima eða á alþjóðlega vísu.
Ráðgjöf: Á þessu sviði er innlendum og erlendum fyrirtækjum veitt alhliða ráðgjöf sem byggð er á alþjóðlegu þjónustuframboði KPMG og er veitt samkvæmt alþjóðlegum gæðakröfum. Helstu verkefni tengjast t.d. verðmati, áreiðanleikakönnunum og innri endurskoðun ásamt endurskipulagningu og söluferli fyrirtækja.
Bókhald: Meðalstórum og smærri viðskiptavinum er veitt margvísleg þjónusta sem snýr að skrifstofuhaldi fyrirtækja. Helstu verkefni eru t.d. gerð ársreikninga og skattaframtala, færsla bókhalds, launavinnsla og frágangur virðisaukaskattsuppgjöra.
Allar nánari og ítarlegri upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðunni: kpmg.is
Helstu stjórnendur félagsins eru:
Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri
Magnús Jónsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs
Benedikt Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs
Birna M. Rannversdóttir, sviðsstjóri bókhaldssviðs
Soffía Eydís Björgvinsdóttir, stýrir KPMG Law
Í stjórn KPMG sitja:
Hlynur Sigurðsson, formaður
Ágúst Karl Guðmundsson
Hrafnhildur Helgadóttir
Kristrún Helga Ingólfsdóttir
Haraldur Örn Reynisson
Gildi KPMG
KPMG hefur sett sér fimm gildi sem eru leiðarljós starfseminnar. Þau varpa ljósi á það hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Þau leiðbeina okkur og hafa áhrif á framkomu okkar og ákvarðanir á degi hverjum. Starfsfólk á allt þátt í að móta velgengni KPMG. Með því að sýna gildin í verki getum við skapað okkur trausta stöðu sem áreiðanlegt og faglegt fyrirtæki á sviði sérfræðiþjónustu og mótað þannig viðhorf annarra til okkar.
Gildin eru:
Heilindi (e. Integrity)
Við veljum réttu leiðina
Framúrskarandi árangur (e. Excellence)
Við hættum aldrei að læra og gera betur
Hugrekki (e. Courage)
Við hugsum djarft og framkvæmum umbúðalaust
Samheldni (e. Together)
Við berum virðingu fyrir hvert öðru og eflumst með því að nýta mismunandi styrkleika okkar
Bjartari framtíð (e. For Better)
Verk okkar skipta máli
Sjálfbærni KPMG
KPMG ætlar að vera til staðar fyrir viðskiptavini sína til langs tíma og þess vegna þurfum við að huga að sjálfbærni með það að markmiði að treysta seiglu viðskiptalíkans KPMG og áhrifa okkar á umhverfið og samfélagið í heild. Heilsa og vellíðan starfsfólks er okkur því ofarlega í huga og við leggjum metnað í að fólki líði vel, sé öruggt og því sé ekki mismunað á grundvelli kyns, uppruna eða annarra þátta. Í því ljósi höfum við gert jafnréttis- og jafnlaunaáætlun og sett okkur stefnu og viðbragðsáætlun sem tekur á einelti, kynferðislegri og kynbundnu áreitni og ofbeldi. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks er okkur mikilvægt og vinnutími því sveigjanlegur. Niðurstöður árlegrar könnunar sýna að 88% svarenda þótti vera jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þá höfum við í COVID-19 faraldrinum tryggt að starfsfólk geti unnið annarsstaðar með vellíðan þess og samfellu í rekstri að sjónarmiði. Til að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar er mikilvægt að starfsfólk skari framúr í sínu fagi. Þar leikur þjálfun og símenntun starfsfólks lykil hlutverki. Til að styrkja okkur enn frekar á þessu sviði gengum við til formlegs samstarfs við systurfélög okkar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og höfum saman komið á fót fræðslusetri fyrir starfsfólk. Þá sækja löggildir endurskoðendur reglubundna fræðslu samkvæmt lögum nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun. Við ætlum að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið okkar. Það gerum við með því að nýta þekkingu okkar til hagsbóta fyrir samfélagið. Starfsfólk okkar gerir það meðal annars með kennslu við nokkra af háskólum landsins. Auk þess höldum við námskeið opin almenningi, sérstök námskeið fyrir sprotafyrirtæki og fagstéttir sem vinna innan okkar raða.
Frá upphafi hefur megintilgangur KPMG á Íslandi snúist um að veita fyrirtækjum og einstaklingum sérhæfða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar sem grundvallast á áreiðanleika, ítrustu fagmennsku og öryggi. Vel þjálfað starfsfólk okkar er opið fyrir innlendum og erlendum straumum nýrrar þekkingar og með þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi.
KPMG og COVID-19
Árið 2020 var krefjandi hjá KPMG eins og öðrum fyrirtækjum. Stjórnendur og starfsfólk tóku höndum saman og í góðu samstarfi og með leiðbeiningar sóttvarnaryfirvalda að leiðarljósi hefur okkur tekist að tryggja heilsu starfsmanna og einnig að sinna verkefnum fyrir viðskiptavini með sveigjanleika og útsjónarsemi við krefjandi aðstæður. Vinnustaðurinn umbreyttist og til varð verkefnamiðuð aðlögun starfsmanna sem nýttu tæknina og til varð starfsemi án staðsetningar. Starfsfólk þurfti að vinna að heiman og náði að tileinka sér nýtt verklag og samstarf bæði innan hópsins og í samskiptum við viðskiptavini. Árangur og reynsla þessi mun án efa nýtast vel á komandi árum til að þróa starfsemi og þjónustu KPMG.
Viðburðir á tímum COVID-19
KPMG hefur á undanförnum árum boðið til margvíslegra staðbundinna fróðleiksfunda í Borgartúni 27, en nú þurfti að grípa til breytinga og var það gert strax í upphafi faraldursins. KPMG hélt einn fyrsta fræðslufundinn um mögulegar afleiðingar og viðbrögð við COVID-19 í samstarfi við Stjórnvísi og var honum m.a. streymt á viðskiptavef Vísis. Fleiri fundir voru svo haldnir til að veita upplýsingar og ráðgjöf í gegnum streymi og á vef félagsins. Þegar stjórnvöld komu með úrræði vegna faraldursins var boðið upp á reiknivél, þjónustuborð og annað sem mögulega gat aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki á þessum erfiðu óvissutímum.
KPMG er alþjóðlegt net fyrirtækja sem veita sérfræðiþjónustu og ráðgjöf á sviði endurskoðunar. Helsta markmið starfseminnar er að breyta þekkingu í verðmæti til hagsbóta fyrir viðskiptavini, starfsfólk og samfélagið í heild sinni. KPMG International er skráð í Sviss en á heimsvísu er fyrirtækið vinnuveitandi 145.000 starfsmanna í 152 löndum. Náið samstarf þessa stóra hóps byggir á reglubundnu gæðaeftirliti og aðgangi að traustum upplýsingum sem tryggir fagþekkingu á heimsmælikvarða og sömu þjónustu hvar á hnettinum sem er.
Ísland varð aðili að alþjóðaneti KPMG árið 1985. Hjá því starfar í dag um 230 manna fjölbreyttur hópur vel menntaðra sérfræðinga með fjölþætta reynslu á öllum sviðum viðskipta. Löggiltir endurskoðendur eru tæplega 60 talsins og eru aðrir starfsmenn allflestir háskólamenntaðir. Hjá KPMG starfa lögfræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar og annað fagfólk. Félagið hefur markað sér þá stefnu að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum og að fyllsta jafnræðis sé gætt á milli starfsmanna. Með því móti er stuðlað að tryggð, góðum starfsanda og jákvæðum viðhorfum í hvívetna.
Höfuðstöðvar KPMG á Íslandi eru að Borgartúni 27 í Reykjavík en auk þess eru reknar starfsstöðvar í tíu öðrum sveitarfélögum sem eru: Akureyri, Borgarnesi, Dalvík, Egilsstaðir, Höfn í Hornarfirði, Reyðarfjörður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Selfoss og Skagaströnd.
Söguágrip
Forveri KPMG á Íslandi var fyrirtækið Endurskoðun hf. sem hóf starfsemi árið 1975. Stofnun þess og eignarhald var í höndum Guðna St. Gústafssonar, Helga V. Jónssonar og Ólafs Nilssonar ásamt eiginkonum. Árið 1978 bættist Sveinn Jónsson síðan við sem meðeigandi. Allir voru þeir meðal virtustu endurskoðenda landsins og með góðan bakgrunn og reynslu. Helgi var fyrrum borgarendurskoðandi og hæstaréttarlögmaður, Ólafur fyrrum skattrannsóknastjóri, Sveinn fyrrum aðstoðarseðlabankastjóri og Guðni hafði verið sjálfstætt starfandi í faginu um nokkurn tíma.
Umsvif starfseminnar hjá Endurskoðun hf. urðu snemma mjög mikil enda áttu flest af stærstu fyrirtækjum landsins eftir að verða þar dyggir viðskiptavinir. Mörg þeirra, eins og Flugleiðir og Loftleiðir, störfuðu á heimsvísu og því varð þróunin sú að erlendir lánveitendur gerðu kröfu um að stór alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki mundu þjónusta stærri aðila. Árið 1985 fór Endurskoðun hf. út í samstarf með fyrirtækinu KMG (Klynveld Main Gordeler). Árið 1987 rann sá rekstur saman við annað fyrirtæki, PMI (Peat Marvick International), og með því varð til risasamsteypa KPMG International sem í dag er ein sú stærsta á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Á sama tíma var tekin sú ákvörðun að breyta nafni Endurskoðunar hf. í KPMG Endurskoðun hf. og síðar í KPMG ehf.
Fagleg þjónusta og ráðgjöf
Frá upphafi hefur megintilgangur KPMG á Íslandi snúist um að veita fyrirtækjum og einstaklingum sérhæfða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar sem grundvallast á áreiðanleika, ítrustu fagmennsku og öryggi. Vel þjálfað starfsfólk er opið fyrir innlendum og erlendum straumum nýrrar þekkingar og með þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi.
Starfsemin er háð ströngum gæðakröfum t.d. varðandi óhæði sem byggðar eru á stöðlum Alþjóðlegra samtaka endurskoðenda (International Federation Of Accountants – IFAC). Óhæði þýðir að eigin hagsmunir eða annarra hafa engin áhrif á störf endurskoðenda og að þeir tengist ekki neinu sem getur orkað tvímælis um hlutlægni. Eftirlit með gæðum er unnið í samræmi við kerfi sem miðast við grundvallarkröfur alþjóðlegra staðla (International Standard of Quality Control – ISQC) en KPMG International mælir fyrir um slíkt. KPMG leggur mikla áherslu á að eigendur og starfsmenn séu meðvitaðir um kröfur um óhæði og ítrustu gæði. Þar er byggt á nauðsyn þess að skilja og fylgja af árvekni þeim reglum sem alþjóðlega móðurfélagið setur, svo og þeim reglum sem KPMG á Íslandi setur í samræmi við íslenskt lagaumhverfi.
Skipulag starfseminnar
Starfsemi KPMG er í dag skipt í fjögur svið sem eru: Endurskoðunarsvið, skatta- og lögfræðisvið, fyrirtækjasvið og uppgjörssvið.
Endurskoðunarsvið: Helstu verkefni eru áritanir á árs- og árshlutareikninga ásamt annarri staðfestingarvinnu.
Skatta- og lögfræðisvið: Hér er veitt alhliða ráðgjöf á sviði skattamála og félagaréttar. Starfsmenn búa að mikilli þekkingu og reynslu á sínu sviði sem nýtist vel í þágu fyrirtækja og einstaklinga. Þjónustan hentar fyrirtækjum af öllum stærðargráðum og gildir einu hvort þau starfa hér heima eða á alþjóðlega vísu.
Fyrirtækjasvið: Á þessu sviði er innlendum og erlendum fyrirtækjum veitt alhliða fjármálaþjónusta. Byggt er á alþjóðlegu þjónustuframboði KPMG sem veitt er samkvæmt alþjóðlegum gæðakröfum. Helstu verkefni tengjast t.d. verðmati, áreiðanleikakönnunum og innri endurskoðun ásamt endurskipulagningu og söluferli fyrirtækja.
Uppgjörssvið: Hér eru meðalstórum og smærri viðskiptavinum veitt öll möguleg þjónusta sem snýr að skrifstofuhaldi fyrirtækja. Helstu verkefni eru t.d. gerð ársreikninga og skattaframtala, færsla bókhalds, launavinnsla og frágangur virðisaukaskattsuppgjöra.
Sérhæfing á sviði atvinnugreina
Starfsmenn KPMG sérhæfa sig í þjónustu við tilteknar atvinnugreinar og í því skyni fer
fram náið alþjóðlegt samstarf. Sérhæfingin liggur einkum í staðgóðri þekkingu á lögum,
reglugerðum, mörkuðum og öðrum aðstæðum sem móta starfsumhverfi fyrirtækja í viðkomandi
starfsgrein.
Fjármálastofnanir: Lög og reglur um starfsemi fjármálastofnana eru nokkuð frábrugðin þeim ramma sem gildir um aðrar tegundir rekstrar. KPMG hefur yfir að ráða starfsfólki með víðtæka þekkingu á innri starfsemi slíkra stofnana ásamt því laga- og starfsumhverfi sem þar gildir.
Orkufyrirtæki: KPMG hefur um árabil sinnt endurskoðun og ráðgjöf fyrir fjölmörg fyrirtæki í orkugeiranum. Meðal þeirra eru öll stærstu olíufélög landsins og margar af stærstu rafmagns- og hitaveitum landsins. Nærtæk verkefni í þessa veru eru aðlögun vinnuumhverfis í samræmi við nýjar lagsetningar ásamt matsgerðum varðandi væntanlega fjárfestingakosti.
Neytendamarkaðir: KPMG býr að mikilli þekkingu og reynslu við að aðstoða fyrirtæki í verslun og iðnaði en þar er viðskiptahópurinn fjölbreyttur og víðfeðmur. Þjónustan felur m.a. í sér endurskoðun ársreikninga, yfirferð árshlutareikninga, bókhaldsráðgjöf og áreiðanleikakannanir vegna eignakaupa ásamt ráðgjöf á sviði rekstrarlausna.
Samgöngur: Í dag eru mörg stærstu vöru- og fólksflutningafyrirtæki landsins orðinn hluti af alþjóðlegri starfsemi sem nær til margra landa. Til að þjónusta þessi fyrirtæki sem best á KPMG í nánu samstarfi við starfstöðvar móðurfélagsins í öðrum löndum og hefur safnast upp mikil þekking og reynsla á þessu sviði.
Upplýsingatækni, fjölmiðlun og afþreying: Á undanförnum árum hafa starfsmenn KPMG unnið að fjölþættri ráðgjöf og endurskoðun fyrir stór fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar, afþreyingar og fjarskiptafyrirtækjunum. Á stuttum tíma hafa
þessar atvinnugreinar gengið í gegnum stórstíga framþróun einkavæðingar og því eru gerðar kröfur um víðtæka þekkingu á þessum málaflokkum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd