Kræsingar ehf

2022

Fyrirtækið Gæðakokkar nú Kræsingar var stofnað á Blikastöðum 2, í júní 1999 af hjónunum Völu Lee Jóhannsdóttir og Þ. Magnúnsi Nielssyni martreiðslumeistara og eru þau í stjórn fyrirtækisins. Fyritækið er staðsett að Sólbakka 11 í Borgarnesi.

Sagan
Markmiðið var að stofna matvælaframleiðslu á unnum aukaefnalausum vörum. Fyrsta framleiðsla fyrirtækisins var lambahakkabuff og var það svo fyrsta árið, enda bara tvö að vinna meðfram annari vinnu. Næsta skref var að kaupa form frá Ástralíu og hefja framleiðslu á bökum. Fyrirtækið óx og dafnaði og við bættum smá saman vörutegundum við framleiðsluna en héldum fast í að framleiða aukaefnalausar vörur. Einnig höfum við verið með þorramat sem við framleiðum sjálf, ásamt veisluþjónustu. Árið 2007 fluttum við fyrirtækið hingað upp í Borgarnes úr Mosfellsbænum þar sem húsnæðið var sprungið utan af okkur. Við keyptum iðnaðarhúsnæði sem við löguðum að okkar þörfum. Bættum og breyttum steyptum vegg og gólf, máluðum og malbikuðum bílaplanið. Allt var komið á fullt skrið hjá okkur og starfsfólk orðið átta manns. Síðan kom fjármálahrunið, við komumst í gegn um árið án stórra áfalla. Náðum að gera samning við búðirnar um vörulínu sem við seldum í 800 gr pakkningum, alls konar bollur og buff og grænmetisrétti. Árið 2008 opnuðum við kjötbúð til að selja vörurnar okkar í og hún var opin í u.þ.b. eitt ár. Það gekk ekki upp og við ákváðum að loka henni, síðan héldum við henni opinni um sumarið á eftir, en það gekk ekki eftir og við endanlega lokuðum henni. Allt fór að rúlla aftur og gekk starfsemin mjög vel og starfsmenn orðnir 12. Árið var 2013, í lok febrúar urðum við fyrir meiriháttar áfalli sem reið næstum fyrirtækinu að fullu. Við vorum sökuð um að vera með kjötlaustar nautabökur, urðum að segja öllum upp vinnunni og skera niður. Fengum við mjög óréttmæta umfjöllun í fjölmiðlum. Í kjölfarið neyddumst við til að skipta um nafn á fyrirtækinu. Við tók langt ferli þar sem við kærðum Matvælastofnun og er þetta búið að ganga í sjö ár, við höfum með herkjum haldið okkur á floti síðan þetta gerðist. Nú er loksins komin úrskurður frá hæstarétti og við vorum dæmd saklaus af ölum ákærunum, og fengum við greiddar bætur. Þetta er búið að vera mjög erfitt bæði fyrir fjölskylduna og starfsfólk sem við gátum ráðið aftur (þrír sem við gátum ráðið aftur). Magnús fór að vinna annarstaðar. Heilsan mín hrundi og ég þurfti að hætta og tengdasonurinn tók við öllu, þangað til Magnús kom aftur fyrir tveimur árum síðan. Nú hafa málaferlin klárast og við fengið uppreist æru. Svo nú er bara að halda áfram og glæða fyrirtækið lífi aftur.

Framtíðarsýn
Framtíðarsýnin er ekki langt frá því sem hún var í byrjun en við stefnum enn á aukaefnalausar vörur og að auka við vörutegundirnar og þá jafnvel að auka við grænmetislínu fyrirstækisins og fara jafnvel út í vegan. Þetta verða spennandi tímar framundan og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Í dag vinna 4 manns við fyrirtækið og bókari sem kemur u.þ.b vikulega. Sömu eigendur eru frá því að fyrirtækið var stofnað. Ágúst Örn Guðmundsson hefur komið inn í fyrirtækið meira og meira en hann er bakari og tengdasonur þeirra hjóna sem stofnuðu fyrirtækið þar sem Vala hefur hætt daglegum rextri þá vantaði einhvern til að brúa það bil svo hann og Magnús reka fyrirtækið saman.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd