Kraftbílar

2022

Kristján B. Jónsson stofnaði fyrirtækið Kraftbíla ehf. árið 2013 í þeirri mynd sem það er rekið í dag. Saga Kraftbíla nær aftur til ársins 1996 þegar Kraftur hf. stofnaði útibú á Akureyri. Kristján er framkvæmdastjóri og eini eigandi fyrirtækisins. Fyrirtækið var þá fyrst til húsa að Draupnisgötu 6 á Akureyri en flutt var í nýtt og glæsilegt eigið húsnæði að Lækjarvöllum 3-5 í október 2018. Kraftbílar reka alhliða þjónustuverkstæði fyrir vörubíla, vinnuvélar og búvélar að Lækjarvöllum 3-5 Hörgársveit. Við rekum sérhæfða varahlutaverslun fyrir þau umboð sem Kraftbílar er þjónustuaðili fyrir, sem eru: Brimborg/Veltir, Askja, Kraftur, og Kraftvélar.

Vörubílaverkstæði
Helstu þjónustuumboð eru fyrir Brimborg/Veltir, Öskju, Kraft, og Kraftvélar. Einnig þjónustum við öll stærri tæki fyrir mörg önnur umboð. Á vörubílaverkstæði Kraftbíla er boðið uppá viðgerðir á vörubílum, rútum, vinnuvélum, lyfturum, iðnaðarvélum, landbúnaðartækjum o.s.frv. Starfsmenn eru vel menntaðir viðgerðarmenn með langa starfsreynslu.
Markmið Kraftbíla hefur ávallt verið að bjóða viðskiptavinum sínum góða þjónustu hvenær sem þeir þurfa á henni að halda. Kraftbílar er eina verkstæðið á landsbyggðinni sem hefur réttindi til að rétta og mæla upp vörubílagrindur, aftanívagna og snjótennur og er verkstæðið búið nýjum og öflugum tækjum til þess. Lögð er áhersla á að starfsmenn sæki námskeið til kynningar á þeim tækjum og bílum sem verkstæðið þjónustar og einnig er varðar endurmenntun í bílgreininni. Einnig sjá Kraftbílar um kennslu hjá Verkmenntaskóla Akureyrar (VMA) í bóklegum og verklegum hluta náms í bifvélavirkjun er tengist stórum bílum og tækjum.

Verkstæðið
Verkstæðið er vel tækjum búið og tilbúið að takast á við flóknustu verk hvort sem um er að ræða rafmagnsviðgerðir eða hefðbundnar vélaviðgerðir. Einnig erum við sérhæfðir í vökvaviðgerðum og vel búnir tækjum.
Hönnum, burðarreiknum og byggjum undir palla, krana vörukassa, krókheysi o.fl.
Lengjum og styttum vörubíla samkvæmt kröfum framleiðenda og ábyggingagerð.

Við önnumst meðal annars:
Mótorviðgerðir
Gírkassaviðgerðir
Tjónaviðgerðir
Grindarétting og mæling
Hjólastillinga- og burðarvirkisvottorð fyrir skráningu tjónabíla
Kælivélaviðgerðir
Rafmagnsviðgerðir
Löggilding ökurita og hraðatakmarka
Drif- og bremsuviðgerðir
ABS bremsukerfi vagna
Smurstöð
Vinnuvélaviðgerðir
Lyftaraviðgerðir
Dráttarvélaviðgerðir

Reksturinn
Velta fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun. Sama á við hvað varðar fjölda starfsmanna og eru 21 starfsmaður á launaskrá í árslok 2020. Verkefnastaða er góð og hjá Kraftbílum horfa menn björtum augum til framtíðar.
Kraftbílar ehf. er aðili að Bílgreinasambandinu.
Árið 2020 var starfsemin skert um 50% í tvo mánuði vegna fjöldatakmarkana af völdum heimsfaraldursins.
Kraftbílar sýna samfélagslega ábyrg og styðja við ýmis félög á starfsvæði sínu.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd