Hugmyndin að fyrirtækinu Kranar ehf. kviknaði uppúr árinu 2008 þegar að það vantaði krana í verk á Austurlandi en þá ákvað Eyjólfur Skúlason að kaupa sinn fyrsta krana. Eyjólfur er fæddur og uppalinn á Egilsstaðabúi og hefur búið á Hafrafelli síðustu 25 árin. Hann starfaði hjá Malarvinnslunni, sem var starfrækt til 2008 og þar vann hann við hin ýmsu störf sem að Kranar ehf. bjóða uppá í dag.
Aðsetur, starfsmenn og tæki
Kranar ehf. er með lögheimili á Egilsstöðum en aðalstarfsstöð fyrirtækisins er á Nesbraut7, 730 Fjarðabyggð. Frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2008 hefur það stækkað gríðarlega, starfsmönnum hefur fjölgað um 5 frá stofnun og hafa verið keyptir fimm kranar til viðbótar og eru þeir sex talsins í dag, bæði skotbómu og grindarbómu. Kranar ehf. á einnig tvo vörubíla til að nota við verk sín. Kranar ehf. hefur tekið að sér mörg verkefni á öllu Austurlandi og heldur fyrirtækið áfram að stækka, dafna og bæta við sig starfsmönnum og taka að sér fleiri verk.
Þjónusta og markmið
Kranar ehf. býður uppá allskyns þjónustu og tekur að sér hin ýmsu verkefni, bæði stór og smá, um allt land á borð við flutninga, reka niður staura, að hífa hús/einingar, dýpka hafnir og setja upp brýr og bryggjur, til að nefna nokkur. Markmið Krana ehf. er að bjóða upp á hina bestu þjónustu, ávallt vinna verkin vel og koma til móts við kröfur viðskiptavina okkar.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd