Krappi ehf. var stofnað 1. mars 1989 og er til húsa á Ormsvelli 5, Hvolsvelli. Krappi ehf. er alhliða bygginga-og verktakafyrirtæki auk þess að vera með almenna launa- og bókhaldsþjónustu. Stofnendur voru 6, en er nú í eigu 3 einstaklinga. Starfsmenn eru nú 12, en þegar mest var voru þeir 25.
Eigendur
Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir bókari 3%, stjórnarmaður og framkvæmdarstjóri daglegs reksturs,
Óskar Pálsson húsasmíðameistari 59,5%, stjórnarmaður, verkefnastjóri og tilboðsgerð, Sigmundur Felixson húsasmíðameistari 37,5%, stjórnarmaður.
Starfsemin
Krappi hefur tekið að sér bæði stór sem smá verkefni, breytingar og viðhald á eldra húsnæði ásamt nýbyggingum. Í gegnum árin hefur verkefnalistinn verið langur og fjölbreyttur, þar má nefna laxastiga í Þjórsá en það var eitt að fyrstu verkefnum Krappa, leikskóla, fjölbýlishús, hótel, fjós, spennivirki, tengivirki, íbúðar- og sumarhús svo eitthvað sé nefnt, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Áherslur fyrirtækisins eru að þjóna öllum, stórum sem smáum með góðri samvinnu við verkkaupa.
Viðurkenningar
Árin 2010 og 2011var Krappi í hópi framúrskarandi fyrirtækja frá Creditinfo og í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2018 og 2019.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd