KÞ lagnir ehf

2022

KÞ lagnir ehf. er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett á Sauðárkróki sem sérhæfir sig í alhliða pípulagningaþjónustu. Kári Björn Þorsteinsson og eiginkona hans Sigríður Ellen Arnardóttir eru stofnendur og eigendur KÞ lagna ehf.

Sagan
Árið 2005 útskrifaðist Kári Björn Þorsteinsson með meistararéttindi í pípulögnum í Reykjavík, en áður hafði hann öðlast meistararéttindi í vélsmíði. Vorið 2005 ákváðu Kári og Sigríður ásamt nýfæddum syni sínum að flytjast norður á Sauðárkrók þar sem Kári ólst upp. Þau ákváðu fljótlega að Kári myndi skella sér út í rekstur og bjóða upp á alhliða pípulagningaþjónustu en mikill skortur hafði verið á pípurum í Skagafirði. Til að byrja með vann Kári einn og var reksturinn rekinn á hans kennitölu. Ári seinna var ákveðið að stofna félag utan um reksturinn þar sem hann stækkaði óðum og þörf var á fleira starfsfólki. Í dag starfa sex manns hjá KÞ lögnum.
Í fyrstu var yfirbygging félagsins lítil, einn bíll og einn starfsmaður. Fljótlega var ljóst að þörf var á höfuðstöðvum fyrir fyrirtækið. Árið 2007 var fjárfest í litlu iðnaðarhúsnæði að Borgarmýri 3 á Sauðárkróki. Árið 2016 var ákveðið að byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir félagið. Sótt var um lóð að Borgarteigi 10 og hafist handa að byggja 300 fm2 stálgrindarhús. Árið 2017 flutti félagið svo úr Borgarmýrinni að Borgarteig 10.

Verkefnin
Viðtökur hafa verið góðar frá fyrsta degi enda mikið um framkvæmdir í Skagafirði. KÞ lagnir hefur tekið þátt í mörgum verkefnum eins og byggingu gervigrasvallarins á Sauðárkróki, byggingu nýrra höfustöðva Byggðastofnunar, byggingu parhúsa fyrir Búhölda hfs. og byggingu leiguíbúða Skagfirskra leiguíbúða hses. KÞ lagnir hafa einnig komið að byggingu fjölda einbýlishúsa og nýbyggingum og að stækkunum fjósa í dreifbýli Skagafjarðar.
Vefsíða: www.kthlagnir.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd