L-7 verktakar

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Um miðjan júlí 2014 keypti fyrirtækið L-7 ehf. Siglósport, gamalgróna verslun, sem hafði verið starfrækt síðan 1992. Fyrst sem íþróttavöruverslun en síðan aðallega sem almenn fataverslun ásamt tískuvörum bæði fyrir konur og karla.
    Í dag er lögð rík áhersla á fjölbreytt úrval tískufatnaðar, íþrótta- og útivistafatnaðar ásamt því að þjónusta íþróttafélögin í Fjallabyggð.

    Viðskiptavinir
    Viðskiptavinir koma víða að úr nágrannabyggðum og sveitum, eins er mikið um að ferðafólk, innlent og erlent. Og að sjálfsögðu eru Siglfirðingar líka duglegir að versla í versluninni, íþróttafélög bæjarins og fyrirtækin en Siglósport tekur að sér að merkja fatnað bæði fyrir fyrirtæki í bænum sem og íþróttafélögin.

    Eigendur
    Rut Hilmarsdóttir er verslunarstjóri og eigandi ásamt eiginmanni sínum Brynjari Harðarsyni. Þau horfa björtum augum til framtíðar og hlakka til að halda áfram að taka vel á móti viðskiptavinum sínum og þjónusta þá eftir bestu getu.
    Vegna COVID-19 er búist við að Íslendingar ferðist mikið innanlands í sumar og hlakkar Rut til að taka vel á móti þeim.

    Aðsetur
    Siglósport er við Aðalgötu 32 b, Siglufirði.

Stjórn

Stjórnendur

L-7 verktakar

Ránargötu 4
580 Siglufirði
4671866

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina