Lagnalind ehf.

2022

Árið 2005 stofnaði Björn Grönvaldt Júlíusson pípulagningameistari, fyrirtækið Lagnalind ehf. Urðu starfsmenn þá fjórir en þegar mest var voru þeir sjö (á árunum 2014-2019). Í dag vinna sex faglærðir starfsmenn hjá fyrirtækinu en í enda árs verða þeir aftur sjö. Starfsstöð Lagnalindar er í Njarðarnesi 4 í dag en var í upphafi til húsa að Tryggvabraut 22 til ársins 2018.

Um Lagnalind ehf.
Lagnalind hefur tekið að sér lærlinga og skilað af sér fulllærðum út í samfélagið og er ánægjulegt að ungt fólk er að sækjast meira og meira í þessa iðn.
Starfsemi Lagnalindar felst í því að veita alhliða pípulagningaþjónustu, hvort sem um er að ræða nýlagnir, viðhald, viðgerðir eða breytingar í nýlegu sem og eldra húsnæði. Lagnalind hefurkomið víða við og má þar nefna vinnu við lagnir í Jarðböðunum í Mývatnssveit, Bjórböðunum á Árskógssandi og Sjóböðunum á Húsavík.
Einnig hefur Lagnalind komið að vinnu í Vaðlaheiðargöngum þar sem vinnuaðstæður voru óvenjulegar og lagnavinna erfið. Sjóða þurfti saman átta km af lögnum og vegna vatnsmagns í göngunum var notaður bátur og prammi til að koma lögnum á sinn stað.

Framundan hjá okkur
Næg verkefni hafa verið í gegnum tíðina og er verkefnastaðan góð. Í dag er unnið í nýbyggingum í Hagahverfi og vinna fyrir Landsnet þar sem sjóða þarf saman ídráttarrör fyrir nýja línu frá Þeistareykjum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd