Lagnastýring var stofnuð árið 2005 og er í eigu Heimis Finnssonar og Finns Heimissonar. Fyrirtækið var sett á laggirnar til að sinna pípulögnum af fagmennsku. Frá upphafi hefur áherslan verið á vandaða vinnu, heiðarleika og gott samstarf við viðskiptavini.