Landmótun sf.

2022

Landmótun sf. er teiknistofa sem vinnur við landslagsarkitektúr og skipulagsmál og hefur veitt alhliða ráðgjöf á því sviði síðan stofan var stofnuð þann 15. sept.1994. Stofnendur stofunnar voru Einar E. Sæmundsen, Gísli Gíslason og Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitektar. Þær Ingibjörg Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir landslagsarkitektar gerðust síðan meðeigendur 1999, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitekt 2004, Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur 2012 og Margrét Ólafsdóttir land- og stjórnsýslufræðingur og Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt 2017.

Eigendur, stjórnendur og starfsfólk
Núverandi eigendur Landmótunar eru: Áslaug Traustadóttir sem er framkvæmdarstjóri, Margrét Ólafsdóttir sem hefur umsjón með skipulagsverkefnum og er í stjórn, Þórhildur Þórhallsdóttir sem hefur umsjón með hönnunarverkum og er í stjórn, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Óskar Örn Gunnarsson formaður stjórnar en Landmótun er sameignarfélag.
Á stofunni vinna 15 manns sem eru með fjölbreytta menntun; það eru landslagsarkitektar, skipulagsfræðingar, landfræðingar, verkfræðingur, garðyrkjufræðingur, stjórnsýslufræðingur, menningarfræðingur, búfræðingur og arkitekt.

Aðsetur
Stofan er með aðsetur í Hamraborg 12, í Kópavogi auk þess að vera með starfstöð á Akureyri og í Brussel.

Landnám
Á vegum starfsmanna Landmótunar starfar sjálfstæður fræðslu- og ferðasjóður, Landnám, sem hefur umsjón með fræðsluferðum starfsmanna sem eru oftast nær erlendis. Landmótun hefur í gegnum tíðina stutt ýmis góðgerðarsamtök og lagt áherslu á ferlimál en einnig stutt við íþróttafélög, hjálparsveitir svo eitthvað sé nefnt.

Umhverfis- og samgöngustefna
Landmótun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO-14001 og starfar eftir því. Stefna Landmótunar er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Landmótun vill taka þátt í því að móta öruggt umhverfi í anda sjálfbærni sem stuðlar að lífsgæðum sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað, í öllum verkefnum stofunnar.
Til þess að ná því markmiði hefur fyrirtækið mótað sér umhverfisstefnu. Í henni er lögð áhersla á að sjónarmið umhverfisverndar verði höfð að leiðarljósi í rekstri, stjórnun og verkefnum fyrirtækisins. Lögð hefur verið áhersla á að allir starfsmenn séu virkir við framkvæmd umhverfisstefnunnar en umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi fyrirtækisins til að draga úr álagi á náttúru, auka gæði og vekja áhuga á innra og ytra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. verkefnum, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og úrgangs og á einnig við um ræstingar og innkaup.
Tilgangur samgöngustefnu Landmótunar er að hvetja starfsfólk sitt til að nýta sér vistvænan ferðamáta og hvetja til aukinnar umhverfisvitundar í allri vinnu stofunnar. Með vistvænum ferðaháttum er átt við almenningssamgöngur, reiðhjól, samnýtingu ökutækja og að ganga en þannig má draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, s.s. mengun og auknu álagi á gatnakerfið, um leið og stuðlað er að aukinni hreyfingu og bættri heilsu.

Verkefni
Starfsfólk Landmótunar hefur langa reynslu í vinnu í teymum og leggur sérstakan metnað í góð samskipti við aðra sérfræðinga, hagsmunaaðila og verkkaupa. Stofan leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar. Við höfum gert orð Pierre Berton að okkar „Landslagsarkitektúr er byggingarlist sem vinnur með fjórðu víddina – tímann.“
Stofan vinnur á tveimur sviðum það er á hönnunar- og skipulagssviði þó alltaf sé samvinna milli sviði. Á skipulagssviði hefur stofan verið að vinna við endurskoðun aðalskipulags fyrir nokkur sveitarfélög bæði ein og sér og í samvinnu við aðrar stofur. Síðustu ár hefur deiliskipulagsverkefnum fjölgað mjög innan stofunnar og hafa þau verkefni verið fjölbreytt bæði í þéttbýli og dreifbýli. Sem dæmi má nefna deiliskipulag fyrir íbúðabyggð, áningarstaði, verndarsvæði, vegi og verslun og þjónustu.
Hönnunarverkefni eru ekki síður fjölbreytileg, bæði stór og smá. Stærstu verkefnin síðustu ár hafa verið ofanflóðavarnir við þéttbýlisstaði á Vestfjörðum og á Austfjörðum. Stofan hefur líka unnið að hönnun á stígum og pöllum á fjölmörgum áningarstöðum ferðamanna ásamt því að hanna skóla- og leikskólalóðir, torg og götur í þéttbýli. Stofan hefur lagt sig fram um að fylgja nýjustu stefnum og leysa verkefni sín með umhverfisvænum hætti svo sem blágrænum ofanvatnslausnum. Þar að auki hefur stofan unnið að verndarsvæði í byggð og mati á umhverfisáhrifum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd