Langbest veitingahús var stofnað árið 1986. Árið 1997 festu hjónin Ingólfur Karlsson og Helena Guðjónsdóttir kaup á rekstrinum og fagna því 25 ára rekstrarafmæli um þessar mundir. Starfsemi Langbest var lengst af rekin í eigin húsnæði á Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ en það húsnæði var reist í kring um 1940 og hýsti Kaupfélag Suðurnesja (1945-1970). Í dag er reksturinn staðsettur við Keilisbraut á Ásbrú og hjá fyrirtækinu starfa um 25 frábærir starfsmenn.
Matseðillinn og útrás
Staðurinn flokkast sem skyndubitastaður í hæsta gæðaflokki því flest er unnið frá grunni á staðnum. Árið 2006 skapaðist rétta tækifærið fyrir Langbest að bæta öðrum veitingastað við. Brotthvarf bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á Miðnesheiði varð til þess að mikið rými fasteigna losnaði og tækifæri skapaðist fyrir margvíslegan rekstur á svæðinu sem ber nafnið Ásbrú í dag. Þarna var öll aðstaða fyrir hendi undir veitingarekstur og þann 3. júní 2008 opnaði nútímalegt og glæsilegt veitingahús Langbest í húsnæði gamla
„Viking/Wendys“ að Keilisbraut 771. Nýi veitingastaðurinn rúmar um 150 manns í sæti sem var þreföld stækkun miðað við gamla staðinn á Hafnargötu. Móttökurnar voru hreint út sagt frábærar og staðurinn naut mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum.
Á fjölbreyttum matseðli er að finna t.d pizzur og grillrétti ásamt breiðri línu af heilsuréttum eins og kjúklingasalat sem er vinsælasti
réttur veitingastaðarins. Í boði eru einnig sérvaldar lamba- og nautasteikur með handgerðri bearnaisesósu ásamt ljúffengri djúpsteiktri ýsu sem hefur verið á matseðli frá upphafi, eða í 35 ár.
Krísutímabil og COVID-19
Fyrirtækið hefur farið í gegnum margvísleg krísutímabil á þessum langa ferli og þar má nefna stórbruna og hið fræga bankahrun árið 2008 sem hafði mjög mikil áhrif á reksturinn. Langbest sigldi út úr þessum krísum tiltölulega óskaddað. Fljótlega eftir opnun nýja Langbest á Ásbrú döluðu vinsældir „Gamla“ Langbest við Hafnargötu talsvert og þann 1. okt 2014 tóku eigendur Langbest þá erfiðu ákvörðun um að loka staðnum eftir 28 ára rekstrarsögu. Þannig að frá og með þeim degi færðist öll starfsemi Langbest undir eitt þak á Langbest Ásbrú og reksturinn var tiltölulega fljótur að ná sér á skrið aftur og stóð í miklum blóma á árunum 2012-2019.
Þetta tímabil er það allra erfiðasta ár í sögu Langbest og þá reyndi nú heldur betur aftur á reynslu eigenda Langbest að stýra fyrirtækinu í gegnum enn einn ólgusjóinn. Það gekk
afskaplega illa að stýra fyrirtækinu til að byrja með, því megnið af tímanum var fyrirsjánleikinn
nánast enginn. Þó aðeins sé farið að sjá til lands með þokkalegt rekstrarumhverfi þá er talsvert langt í land með að geta kallað það eðlilegt. Þá er það alveg ljóst að einn mikilvægasti þáttur í rekstri veitingastaða er að hafa gott starfsfólk. Við eigendur viljum hér með þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra framlag í gegnum þessa erfiðu tíma.
Framtíðarsýn
Við á Langbest lítum björtum augum fram á veginn og kvíðum ekki framtíðinni. Það er gott að búa í íslensku samfélagi sem hefur sýnt gríðarlega mikin samtakamátt og almennt verður að segjast að við höfum öll staðið okkur vel í gegnum þetta gríðarlega erfiða ástand. Mörg mistök hafa verið gerð, en mikilvægast er að læra af þeim fyrir framtíðarkynslóðir næstu alda.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd